Íburðarmikið heimili Coco Chanel á frönsku rivíerunni

Húsið er hið glæsilegasta.
Húsið er hið glæsilegasta. Ljósmynd/Skjáskot af vef Vogue

Coco Chanel sem hefði átt 133 ára afmæli í gær keypti lóð í Roquebrune-Cap-Martin á frönsku rivíerunni árið 1928. Lóðina keypti hún á rúmar 36 milljónir sem var afar mikill peningur árið 1928. Næstu ár fóru svo í að byggja húsið.

Húsið er búið sjö herbergjum en í það fór Chanel til þess að slaka á frá amstri hversdagsleikans og njóta friðar. Þar hitti hún líka gjarnan ástmann sinn, hertogann af Westminster. Það var arkitektinn Reobert Streitz sem hannaði húsið en Chanel sjálf var afar innvikluð í allt ferlið.

Á síðasta ári tilkynnti tískufyrirtækið Chanel að það hefði fest kaup á húsinu og er ætlunin að endurgera það í stíl Chanel.

Chanel notaði húsið til þess að slaka á í.
Chanel notaði húsið til þess að slaka á í. Ljósmynd/Skjáskot af vef Vogue

Þjónn fylgdi hverju baðherbergi 

Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um húsið sem Vogue tók saman:

Aubazine-munaðarleysingjahælið sem Chanel ólst upp á í Frakklandi veitti henni mikinn innblástur við gerð hússins.

Í húsinu eru gluggarnir oft fimm saman í stíl við Chanel No.5-ilmvatnið.

Hún pantaði um 20.000 handgerðar flísar fyrir þakið.

Hverju baðherbergi í La Pausa fylgdi þjónn svo fólk gæti verið fljótt að baða sig og komið sér í föt eftir baðferðina. 

Íburðarmikið og flott.
Íburðarmikið og flott. Ljósmynd/Skjáskot af vef Vogue
Það var ekkert til sparað við gerð hússins.
Það var ekkert til sparað við gerð hússins. Ljósmynd/Skjáskot af vef Vogue
Tískufyrirtækið Chanel hefur nú fest kaup á húsinu.
Tískufyrirtækið Chanel hefur nú fest kaup á húsinu. Ljósmynd/Skjáskot af vef Vogue
Hér hefur eflaust verið gott að slaka á.
Hér hefur eflaust verið gott að slaka á. Ljósmynd/Skjáskot af vef Vogue
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál