Ævintýralega fallegt sérbýli við Njálsgötu

Heimilisfólk er augljóslega afar litaglatt, en gulu og gráu tónarnir …
Heimilisfólk er augljóslega afar litaglatt, en gulu og gráu tónarnir fara afskaplega vel saman. Myndir, málverk og annað punt setja síðan skemmtilegan svip á rýmið. Ljósmynd / Remax fasteignasala

Við Njálsgötu í Reykjavík stendur ævintýralega fallegt sérbýli. Húsið, sem staðsett er í hjarta miðborgarinnar, er bæði sérlega kósý og afskaplega krúttlegt en þar er hver fermetri nýttur sem best verður á kosið.

Við húsnúmerið eru þrjár fasteignir sem allar eru samtengdar hver annarri, líkt og um raðhús sé að ræða. Garðurinn er svo sameiginlegur, þar sem mat- og kryddjurtir fá ríkulegt pláss.

Sér inngangur er í íbúðina, sem samanstendur af kjallara, hæð og hlýlegu risi.

Frekari upplýsingar um eignina má finna hér.

Forstofan er lítil, en þá er mikilvægt að skipulagið sé …
Forstofan er lítil, en þá er mikilvægt að skipulagið sé í lagi. Ljósmynd / Remax fasteignasala
Líklega eru fá eldhús á landinu jafn glaðleg og þetta. …
Líklega eru fá eldhús á landinu jafn glaðleg og þetta. Þarna má aldeilis drekka morgunkaffið í góðum gír. Ljósmynd / Remax fasteignasala
Úr eldhúsinu er gengið niður í kjallara.
Úr eldhúsinu er gengið niður í kjallara. Ljósmynd / Remax fasteignasala
Eignin er ekki stór, en plássið er vel nýtt.
Eignin er ekki stór, en plássið er vel nýtt. Ljósmynd / Remax fasteignasala
Baðherbergið er afskaplega notalegt, og snyrtiborðið sómir sér vel.
Baðherbergið er afskaplega notalegt, og snyrtiborðið sómir sér vel. Ljósmynd / Remax fasteignasala
Risið er notað sem svefnherbergi.
Risið er notað sem svefnherbergi. Ljósmynd / Remax fasteignasala
Eins og sjá má er húsið ævintýralega krúttlegt.
Eins og sjá má er húsið ævintýralega krúttlegt. Ljósmynd / Remax fasteignasala
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál