Fáránlega góðar hugmyndir fyrir heimilið

Þema ársins er eldhúsið.
Þema ársins er eldhúsið. Ljósmynd/IKEA

Nýjasti IKEA-bæklingurinn er kominn inn um bréfalúgur landsmanna, öllum fagurkerum til mikillar gleði. Bæklingurinn sem um ræðir er með örlítið breyttu sniði en áður fyrr, því í honum er að finna greinar, góð ráð og viðtöl sem tengjast IKEA til viðbótar við vörulista og dásamlegar myndir.

Yfirskrift vörulistans í ár er: „Hannað fyrir fólk, ekki neytendur“, sem þýðir einfaldlega að vörurnar eru hannaðar fyrir venjulegt fólk, sem er eins fjölbreytt og það er margt.

Þema ársins er, líkt og í fyrra, tengt eldhúsinu, en snýst nú um að fá fólk til að anda djúpt, slaka á og njóta þess að elda og eiga góðar samverustundir í eldhúsinu. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er IKEA-verslunin nú stútfull af spennandi vörum.

Núna eru svört blöndunartæki fáanleg í IKEA.
Núna eru svört blöndunartæki fáanleg í IKEA. Ljósmynd/IKEA
Einstaklega fallegar myndir prýða nýja IKEA-bæklinginn.
Einstaklega fallegar myndir prýða nýja IKEA-bæklinginn. Ljósmynd/IKEA
Bæklingurinn er prentaður í 211 milljón eintökum í 48 löndum.
Bæklingurinn er prentaður í 211 milljón eintökum í 48 löndum. Ljósmynd/IKEA
Í bæklingnum er að finna góð ráð, sniðugar lausnir, viðtöl …
Í bæklingnum er að finna góð ráð, sniðugar lausnir, viðtöl og greinar. Ljósmynd/IKEA
Margir hafa beðið spenntir eftir nýja IKEA-vörulistanum.
Margir hafa beðið spenntir eftir nýja IKEA-vörulistanum. Ljósmynd/IKEA
Einstaklega svalt rými.
Einstaklega svalt rými. Ljósmynd/IKEA
Yfirskrift vörulistans í ár er: „Hannað fyrir fólk, ekki neytendur“.
Yfirskrift vörulistans í ár er: „Hannað fyrir fólk, ekki neytendur“. Ljósmynd/IKEA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál