Leonardo DiCaprio selur slotið

Eldhúsið er bjart og glæsilegt.
Eldhúsið er bjart og glæsilegt. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Stórleikarinn Leonardo DiCaprio hefur sett glæsihús sitt í Malibu á sölu. Leikarinn keypti húsið árið 1998, skömmu eftir að hafa leikið í Titanic, og borgaði þá 1,6 milljónir Bandaríkjadala fyrir.

Leikarinn keypti húsið þó ekki fyrir sjálfan sig, því móðir hans Ermelin hefur haft afnot af glæsihýsinu líkt og fram kemur í frétt Daily Mail.

Verð eignarinnar hefur hækkað talsvert síðan DiCaprio festi kaup á henni hér um árið, en hann fer fram á 10,95 milljónir dollara, eða tæplega 1,3 milljarða íslenskra króna fyrir glæsihýsið.

Húsið er á besta stað á svokallaðri „milljarðamæringaströnd“ á Malibu og er útsýnið stórkostlegt. Nágrannarnir eru svo ekki af verri endanum, en auðkýfingarnir Larry Ellison og David Geffen eiga hús á sömu slóðum.

Húsið sjálft er í sjálfu sér ekkert slor, en það hefur að geyma þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Húsið stendur við ströndina og er gullfallegt útsýni út á …
Húsið stendur við ströndina og er gullfallegt útsýni út á haf. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
Útsýnið er ekki amalegt.
Útsýnið er ekki amalegt. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
Hér má hæglega láta fara vel um sig.
Hér má hæglega láta fara vel um sig. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
Húsið er fremur látlaust að utan.
Húsið er fremur látlaust að utan. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál