Fullkomið fyrir fjögurra manna fjölskyldu

Horft úr borðstofunni inn í stofu. Takið eftir hangandi ljósunum.
Horft úr borðstofunni inn í stofu. Takið eftir hangandi ljósunum.

Arkitektastofan NeumanHayner Architects átti stjörnuleik þegar hún hannaði sannkallað fjölskylduhús í Tel Aviv í Ísrael. Þessi fjögurra manna fjölskyldi líður engan skort í þessari nútímavillu.

Húsið er L-laga og býsna vel skipulagt. Stofan og eldhúsið renna saman í eitt og í eldhúsinu er dökkgrá innrétting með gráum steinborðplötum. Við endavegginn í eldhúsinu eru opnar hillur og eyjan er með hnausaþykkri viðarborðplötu að hluta til. Ljósin fyrir ofan eyjuna skapa góða stemningu. 

Þótt húsið sé í grunninn mínímalískt þá er það hlýlegt því húsið er búið hlýlegum húsgögnum og fylgihlutum. Auk þess er mikið af sniðugum hugmyndum í húsgögnum eins og hengirúm í eiginlegri merkingu og hengistólar eða rólur. 

Bambusinn er líka notaður á heillandi hátt í húsinu. Hann er notaður sem efniviður í hillur og handrið og kemur með svolítið suðrænt tvist sem er sniðugt á móti allri steypunni. 

Takið eftir hillunum úr bambusnum.
Takið eftir hillunum úr bambusnum. Ljósmynd/Amit Gosher
Sniðug hengiróla.
Sniðug hengiróla. Ljósmynd/Amit Gosher
Eldhúsið er með grárri innréttingu.
Eldhúsið er með grárri innréttingu. Ljósmynd/Amit Gosher
Í húsinu er hátt til lofts.
Í húsinu er hátt til lofts. Ljósmynd/Amit Gosher
Sundlaugin kemur vel út.
Sundlaugin kemur vel út. Ljósmynd/Amit Gosher
Húsið er kassalaga að utan.
Húsið er kassalaga að utan. Ljósmynd/Amit Gosher
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál