Hús Hermione Granger komið á markaðinn

Húsið er svolítið töfrandi að sjá.
Húsið er svolítið töfrandi að sjá. Ljósmynd / skjáskot Mirror

Aðdáendur Harry Potter geta tekið gleði sína því hús Hermione Granger hefur verið sett á sölu. Húsið, sem kom fyrir í Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1, er staðsett í London og er falt fyrir litlar 2,4 milljónir sterlingspunda eða tæpar 356 milljónir íslenskra króna.

Ekki er vitað til þess að húsið sé búið neinum töfratækjum eða tólum, enda voru foreldrar Hermione ósköp venjulegir muggar.

Húsið er þó sérlega huggulegt, en það hefur að geyma sex svefnherbergi, tvö baðherbergi, gestasnyrtingu, fjölskylduherbergi og fallegan garð.

Frétt Mirror

Þarna má nú aldeilis láta fara vel um sig, og …
Þarna má nú aldeilis láta fara vel um sig, og hugsanlega lesa góða bók. Til að mynda Harry Potter. Ljósmynd / skjáskot Mirror
Garðurinn er sérlega gróinn.
Garðurinn er sérlega gróinn. Ljósmynd / skjáskot Mirror
Borðstofan er björt og falleg.
Borðstofan er björt og falleg. Ljósmynd / skjáskot Mirror
Stórir gluggar setja sinn svip á húsið.
Stórir gluggar setja sinn svip á húsið. Ljósmynd / skjáskot Mirror
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál