Hér væsir ekki um neinn

Drápuhlíðargrjótið nýtur sín vel í kringum arininn.
Drápuhlíðargrjótið nýtur sín vel í kringum arininn. Ljósmynd/Sissa Ólafsdóttir

Við Urðarstekk í Breiðholtinu stendur 295 fm einbýlishús sem byggt var 1968. Búið er að endurnýja húsið mikið, skipta um innréttingar, gólfefni og glugga svo fátt eitt sé nefnt. Í húsinu er aukaíbúð ásamt bílskúr. 

Eins og sjá má á þessum myndum sem Sissa Ólafsdóttir ljósmyndari tók er heimilið einstaklega fallegt og yfir því hvílir einhver furðuleg ró. Það er auðvelt að sjá sig fyrir sér liggjandi þarna uppi í sófa eða að slaka á í baðkarinu. 

Allir baðkarsunnendur eiga eftir að fá hland fyrir hjartað yfir baðkarinu sem staðsett er í svefnherberginu. Pandomo veggir eru áberandi í húsinu, en það er sérstakt efni sem borið er á veggi þannig að það myndi steypuáferð. Gólfin eru ýmist flotuð eða með parketdúk sem lítur út eins og gegnheilt parket.

Af fasteignavef mbl.is: Urðarstekkur 5 

Horft úr borðstofunni inn í eldhús.
Horft úr borðstofunni inn í eldhús. Ljósmynd/Sissa Ólafsdóttir
Stofan er björt.
Stofan er björt. Ljósmynd/Sissa Ólafsdóttir
Stofan og borðstofan renna saman í eitt.
Stofan og borðstofan renna saman í eitt. Ljósmynd/Sissa Ólafsdóttir
Baðkarið er inni í hjónaherbergi.
Baðkarið er inni í hjónaherbergi. Ljósmynd/Sissa Ólafsdóttir
Fataherbergið státar af góðu skápaplássi.
Fataherbergið státar af góðu skápaplássi. Ljósmynd/Sissa Ólafsdóttir
Horft úr baðkarinu inn í fataherbergi. Gólfin eru flotuð og …
Horft úr baðkarinu inn í fataherbergi. Gólfin eru flotuð og veggurinn fyrir ofan baðkarið er með pandomo áferð. Ljósmynd/Sissa Ólafsdóttir
Horft í áttina að baðkarinu.
Horft í áttina að baðkarinu. Ljósmynd/Sissa Ólafsdóttir
Baðherbergið er hlýlegt og skapar hárréttan spa-fíling. Hillurnar eru sérsmíðaðar …
Baðherbergið er hlýlegt og skapar hárréttan spa-fíling. Hillurnar eru sérsmíðaðar og veggirnir eru með pandomo áferð. Ljósmynd/Sissa Ólafsdóttir
Vaskurinn er úr marmara og stendur ofan á sérsmíðaðri innréttingu.
Vaskurinn er úr marmara og stendur ofan á sérsmíðaðri innréttingu. Ljósmynd/Sissa Ólafsdóttir
Sissa Ólafsdóttir
Í eldhúsinu eru aðallega neðri skápar og úr gluggunum er …
Í eldhúsinu eru aðallega neðri skápar og úr gluggunum er útsýni yfir Elliðárdalinn. Ljósmynd/Sissa Ólafsdóttir
Horft úr eldhúsinu inn í stofu og borðstofu.
Horft úr eldhúsinu inn í stofu og borðstofu. Ljósmynd/Sissa Ólafsdóttir
Eldhúsið er ákaflega fallegt.
Eldhúsið er ákaflega fallegt. Ljósmynd/Sissa Ólafsdóttir
Úr þessum glugga er býsna magnað útsýni.
Úr þessum glugga er býsna magnað útsýni. Ljósmynd/Sissa Ólafsdóttir
Borðstofan er rúmgóð.
Borðstofan er rúmgóð. Ljósmynd/Sissa Ólafsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál