Búa í draumahúsinu við hafið

Útsýnið úr húsinu er ansi tilkomumikið.
Útsýnið úr húsinu er ansi tilkomumikið.

Daníel Freyr Atlason í Döðlum býr ásamt eiginkonu sinni, Emblu Ýr Guðmundsdóttur, og börnum þeirra í einstöku raðhúsi frá árinu 1969. Húsið stendur við norðurströnd á Seltjarnarnesi. Eftir að hafa keyrt margoft framhjá húsinu og látið sig dreyma um það í dágóðan tíma festu þau loks kaup á því þegar það fór á markaðinn. Um glæsilega eign er að ræða og útsýnið úr húsinu er ansi tilkomumikið. 

„Við vorum svo að keyra út á Gróttu síðla dags til að svæfa börnin okkar þegar Embla kom auga á spjald frá fasteignasala í glugganum. Embla kallar allt í einu: „Það er miði í glugganum, það er miði í glugganum, snúðu við!“ Þremur dögum síðar vorum við búin að kaupa húsið,“ segir Daníel.

Húsið er hannað af arkitektinum Birni Ólafssyni og byggt rétt fyrir áramótin 1970. Húsið stallast innbyrðis og einkennist af mínímalískum módernískum stíl með stórum glerflötum. „Útsýnið af efsta pallinum er stórbrotið og því upplifum við útsýnið yfir á Esjuna í allri sinni dýrð sem eins konar innsetningu,“ segir Daníel. Uppáhaldsstaður þeirra Daníels og Emblu á heimilinu er einmitt beint fyrir framan stofugluggann.

Fágaður og hreinn stíll einkennir heimili þeirra Daníels og Emblu. Heimilið er prýtt einstökum húsgögnum og munum sem eru mörg hver hönnuð á sama tímabili og húsið var byggt, allt smellur þetta því sérstaklega vel saman. „Við erum mikið fyrir fallega hönnun en getum ekki hluti sem er búið að hanna of mikið. Mikið af hönnun í dag er of „playful“ fyrir okkar smekk. Við eigum það til að leita uppi hluti frá miðri síðustu öld eða seinni hluta hennar.“

Áhugasamir geta kynnt sér verk Daníels á vefsíðunum www.dodlur.is og www.danielatlason.com.

Eldhúseyjan er úr hvítum marmara, smíðuð hjá Fígaró. Innréttingar eru …
Eldhúseyjan er úr hvítum marmara, smíðuð hjá Fígaró. Innréttingar eru frá Kvik.
Húsið er 210 fermetrar og á besta stað á Seltjarnarnesi.
Húsið er 210 fermetrar og á besta stað á Seltjarnarnesi.
Raðhúsið er frá árinu 1969.
Raðhúsið er frá árinu 1969.
Baðvaskurinn var smíðaður hjá Fígaró.
Baðvaskurinn var smíðaður hjá Fígaró.
Daníel og Embla kunna vel að meta vandaða hönnun.
Daníel og Embla kunna vel að meta vandaða hönnun.
Heimilið er prýtt húsgögnum sem hjónin hafa keypt víða, t.d. …
Heimilið er prýtt húsgögnum sem hjónin hafa keypt víða, t.d. á uppboðum erlendis frá.
Ribbon-stíllin eftir Pierre Pauline er sannkallað listaverk.
Ribbon-stíllin eftir Pierre Pauline er sannkallað listaverk.
Húsið stallast innbyrðis.
Húsið stallast innbyrðis.
Úr skrifstofunni.
Úr skrifstofunni.
Sófasettið er hönnun þeirra Tobia og Afra Scarpa. Borðið er …
Sófasettið er hönnun þeirra Tobia og Afra Scarpa. Borðið er eftir Paolo Piva.
Hér má sjá hönnun sófaborðsins betur.
Hér má sjá hönnun sófaborðsins betur.
Stílhreint í svefnherberginu.
Stílhreint í svefnherberginu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál