Fataslár geta bjargað málunum

Fataslár geta bjargað ýmsum vandamálum.
Fataslár geta bjargað ýmsum vandamálum. mbl

Allar áhugakonur (og jafnvel menn) um falleg föt lenda gjarnan í því vandamáli að fataskápurinn springur undan öllu góssinu. Þá eru góð ráð dýr. Flestir fatafíklar vilja nefnilega miklu frekar kaupa sér fleiri föt en að eyða peningum í að skipta fataskápnum út fyrir stærri skáp.

Þá koma fataslár eins og himnasending.

Til þess að fataslár njóti sín skiptir miklu máli að herðatrén séu falleg og helst samstæð og að flíkurnar sem hangi á fataslánni séu huggulegar. Teygðar trimmbuxur og útjaskaðar vinnuskyrtur geta truflað fegrunarskynið ef fatasláin á að prýða herbergið – ekki vera eins og eitthvert fataskrímsli upp við vegginn.

Þegar búið er að raða á fataslána skiptir máli að henda ekki fötum yfir hana þannig að hún verði eins og ofvaxið fatafjall í svefnherberginu.

Það sem er svo ansi gott við fataslár er að þær kosta í fæstum tilfellum mjög mikla peninga. Það er því hægt að taka til í fötunum sínum og gera fínt án þess að þjónustufulltrúinn þinn froðufelli. Verslanir eins og IKEA og Rúmfatalagerinn eiga fínustu fataslár og svo kemur Línan sterk inn með þessari flottu hönnun.

Ef fólk notar hugvitið sitt getur fataslá verið eins og listaverk eða í það minnsta stofustáss.

Fataslá úr IKEA.
Fataslá úr IKEA.
Fataslá úr IKEA. Þessi er hræódýr en kemur engu að …
Fataslá úr IKEA. Þessi er hræódýr en kemur engu að síður vel út.
Fataslá úr Rúmfatalagernum.
Fataslá úr Rúmfatalagernum.
Fataslá úr Línunni.
Fataslá úr Línunni.
Þessi fataslá er úr IKEA. Hún er aðeins veglegri og …
Þessi fataslá er úr IKEA. Hún er aðeins veglegri og örlítið rómantískari en hin.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál