„Skóskápurinn bjargar öllu“

Hurðin var lökkuð hvít og það gerir ansi mikið fyrir …
Hurðin var lökkuð hvít og það gerir ansi mikið fyrir forstofuna.

Anna Lára Guðmundsdóttir og fjölskylda hennar búa í Stokke í Noregi í húsi sem byggt var árið 1959. Anna segir húsið hafa verið svolítið „þreytt“ þegar þau fluttu inn og þess vegna hefur fjölskyldan verið að taka það í gegn smátt og smátt.

„Við erum að taka fyrir hin ýmsu rými, smátt og smátt. Við erum núna að klára þvottahúsið og pússa upp stiga á efri hæðina. Svo erum við að fara að byrja á sjónvarpsherbergi í kjallaranum,“ segir Anna Lára sem er líka búin að vera að vinna í stofunni. „Já, við rifum tíu ruslapoka af veggfóðri af stofuveggnum sem er allt annar núna og stofan stækkaði mjög mikið við það.“

Heildarkostnaður er tæpar 50.000 krónur

Svo má ekki gleyma forstofunni sem var tekin í gegn nýlega. Forstofan er 2,3 fermetrar á stærð. „Það er ekki svo stórt fyrir fimm manna fjölskyldu en skóskápurinn bjargar öllu,“ segir Anna Lára. En hvað var nákvæmlega gert og hvað kostaði það?

  • „Veggir voru málaðir með Jötun-litnum Sommersne, um það bil þrír lítrar fóru vegginn (2 umferðir), kostaði ca. 4.000 krónur.“
  • „Hurðin var tekklituð og orðin þreytt þannig að ég grunnaði hana með sperri og kvistlakki (til að sleppa því að fá hana til að gulna) og svo var hún máluð með litnum Chi með gljástigi 40. Verð á málningu og grunni er ca 6.000 fyrir bæði.“
  • Svo voru ný handföng keypt og læsing að innan. Restin var spreyjað silfurlitað. Þetta kostaði ca. 5.000 krónur.“
  • „Loft og listar var málað í hvítum lit ca. þrír lítrar (2 umferðir), kostaði um 4.000 krónur.“
  • „Gólfdúkurinn var svo tekinn af og gólfið var flísalagt. Flísarnar fengum við á tilboði (525 kr. fm.) og kostnaðurinn í heildina með fúgu og lími var ca 2.500 íslenskar krónur.“
  • „Svo keypti ég skóskáp hjá IKEA sem heitir Brusali, hann kostar 12.850 krónur.“
  • „Ljósið átti ég áður og hafði keypt það notað af einhverri sölusíðu. En það er til svipað í Byko sem er á 9.700 krónur.“
  • „Mottan var keypt í sænskri búð sem heitir Rusta og kostaði 4.500 kr.“

„Heildarkostnaður við að taka forstofuna í gegn er þá um það bil 49.000 krónur,“ segir Anna að lokum.

Anna Lára Guðmundsdóttir bjó til spegil úr gömlum gluggakarmi sem …
Anna Lára Guðmundsdóttir bjó til spegil úr gömlum gluggakarmi sem hún fékk á sveitabæ.
Skóskápurinn bjargar öllu enda er forstofan frekar lítil fyrir fimm …
Skóskápurinn bjargar öllu enda er forstofan frekar lítil fyrir fimm manna fjölskyldu.
Svona leit rýmið út áður en maður Önnu og tengdasonur …
Svona leit rýmið út áður en maður Önnu og tengdasonur hennar bjuggu til herbergi fyrir yngsta barnið á heimilinu.
„Ég vildi að allir myndu sofa á sömu hæðinni svo …
„Ég vildi að allir myndu sofa á sömu hæðinni svo eiginmaðurinn og tengdasonurinn útbjuggu innbyggt rúm á ganginum fyrir þessa yngstu, hún er svo með leikherbergi í kjallaranum.“
„Við erum mjög sátt við lausnina og það er svo …
„Við erum mjög sátt við lausnina og það er svo kósý að sofa þarna inni,“ segir Anna Lára.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál