Ævintýraherbergi í Reykjanesbæ

Húsið í herberginu er ansi vel heppnað.
Húsið í herberginu er ansi vel heppnað. mbl
Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir býr í Reykjanesbæ ásamt manni sínum og dóttur. Húsið var byggt 1960 og er á tveimur hæðum. Þegar Jóna Hrefna og hennar maður keyptu húsið var búið að taka það allt í gegn. Inni í barnaherberginu er „hús“ á tveimur hæðum sem gerir barnaherbergið að algeru ævintýraherbergi. Fyrrverandi eigandi hússins, sem er jafnframt húsasmiður, smíðaði það og segir Jóna Hrefna að það veki alltaf jafnmikla lukku. 
„Ég gerði í raun ekkert annað en að mála það og setja mitt „töts“ á það þegar við keyptum húsið árið 2014. Þá er dóttir okkar um tveggja ára og nú finnst mér vera kominn tími til að breyta til.
Ég stefni að því að mála húsið í brynju bleikum lit, stigann í gráum hlýjum lit og að hafa gluggana áfram hvíta og jafnvel að setja einhverja fallega límmiða á það,“ segir Jóna Hrefna.
Hún segir að herbergið sjálft sé frekar lítið en á neðri hæð „hússins“ í herberginu er rúm dóttur hennar. 
„Dóttir mín er þó svo heppin að hafa annað fallegt herbergi á efri hæðinni því hefur hún auka leikherbergi. Það sem einkennir húsið og herbergin hennar er hlýleiki og ætla ég að halda því þannig áfram. Hún hefur gaman að því að leika sér í húsinu sínu og sérstaklega gaman að því að bjóða vinum í heimsókn til sín. Þegar hún var yngri var mesta sportið að henda dóti út um gluggana en í dag er það að búa til sleða úr dýnu og renna sér niður litla stigann. Við mæðgur erum sammála að fara mála og er hún voða ánægð með litavalið og hlökkum við til að ráðast í breytingarnar.“
Svona lítur húsið í herberginu út.
Svona lítur húsið í herberginu út.
Leikherbergið lítur svona út.
Leikherbergið lítur svona út.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál