Jónas selur 105 milljóna höll við sjóinn

Ritstjórinn Jónas Kristjánsson hefur sett hönnunarhöll sína á sölu en húsið er hannað af bræðrunum Vilhjálmi og Helga Hjálmarssonum. Húsið er byggt úr sjónsteypu. 

Húsið er 242 fm að stærð og er á einni hæð, fyrir utan bílskúrinn, en í honum er nú innréttuð stúdíóíbúð. Að innan er húsið algert listaverk en sjónsteypan fær að njóta sín í húsinu, bæði á veggjum og í lofti. Í stofunni eru steyptir sófar sem setja svip sinn á heimilið. 

Húsið var byggt 1972 og er með ansi flottu útsýni út á Atlantshaf og Esjuna. 

Af fasteignavef mbl.is: Fornaströnd 2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál