8 hlutir sem þú ættir ekki að nota

Erfitt er að endurvinna kaffihylkin, en milljarðar slíkra hylkja eru …
Erfitt er að endurvinna kaffihylkin, en milljarðar slíkra hylkja eru urðaðir árlega. Ljósmynd / Getty Images

CNN hefur tekið saman lista yfir óumhverfisvænar vörur sem fólk ætti að hætta að nota hið snarasta, á listann rata til að mynda einnota kaffihylki, blautþurrkur, plastpokar og rafhlöður.

Kaffihylki
Kaffihylki urðu mjög vinsæl fyrir nokkrum árum þegar þau komu fram á sjónarsviðið, enda handhæg og þægileg. Samkvæmt frétt CNN eiga 29% bandarískra heimila kaffivél sem notast við slík hylki. Hylkin eru búin til úr plasti og áli, en það er ákaflega erfitt að endurvinna þau. Þar af leiðandi enda milljarðar slíkra hylkja í landfyllingum á hverju ári.

Tannkrem
Nei, ekki allt tannkrem. Margar tegundir innihalda þó plastagnir sem valda miklum skaða í lífríkjum sjávar. Agnirnar eru það litlar að erfiðlega gengur að sía þær áður en vatni er dælt til sjávar. Plastagnirnar má einnig finna í ýmsum öðrum snyrtivörum.

Einnota prjónar
Á hverju ári eru fjórar milljónir trjáa felldar í Asíu til þess að framleiða einnota matarprjóna. Þá eru prjónarnir einnig meðhöndlaðir með kemískum efnum sem geta stuðlað að vandamálum í öndunarfærum. Þá hefur Amnesty International greint frá því að framleiðsla á slíkum prjónum fari gjarnan fram í verksmiðjum þar sem ekki er hugað að réttindum verkafólks.

Blautþurrkur
Blautþurrkur eru vinsælar, en þær eru til að mynda notaðar í að þrífa farða sem og í þrif á yfirborðsflötum. Þurrkurnar innihalda plast og brotna ekki auðveldlega niður í náttúrunni líkt og klósettpappír. Þá geta þær einnig valdið stíflum í holræsakerfum.

Plastpokar valda miklum usla í náttúrunni.
Plastpokar valda miklum usla í náttúrunni. Ljósmynd / Getty Images

Plastpokar
Pokarnir eru einn helsti mengunarvaldur nútímans, en talið er að trilljón plastpokum sé hent á hverju ári. Pokarnir brotna seint niður í náttúrunni, og losa ýmis eitruð efni úr læðingi séu þeir brenndir.

Rafhlöður
Einnota rafhlöður innihalda fjölda skaðlegra efna, til að mynda kadmíum, blý og kvikasilfur. Þessi efni losna síðan út í jarðveg og vatn ef rafhlöðurnar eru urðaðar. Ef þær eru hins vegar brenndar losna eiturefnin úr læðingi sem geta borist með andrúmslofti.

Getnaðarvarnapillur
Rannsóknir gefa til kynna að hormónar úr getnaðarvarnapillum geti haft afar neikvæð áhrif á fiskistofna, en vissar tegundir gátu ekki fjölgað sér vegna truflana á hormónabúskap þeirra. Óþarft er að hætta notkun pillunnar, en ekki er ráðlagt að sturta þeim niður í klósettið.

Einnota rakvélar
Einnota rakvélar eru ákaflega óhagstæðar fyrir umhverfið. Framleiðsla þeirra er orkufrek, auk þess sem tveimur milljörðum þeirra er hent árlega í Bandaríkjunum. Þá notast fólk jafnan við mikið vatn þegar það rakar sig með slíkum vélum. Betra er að notast við rafmagnsrakvél, eða fjölnota rakhnífa.

Listann í heild sinni má sjá hér.

Einnota rakvélar eru afar óumhverfisvænar.
Einnota rakvélar eru afar óumhverfisvænar. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál