Beckham-hjónin selja villuna

Húsið er enginn kofi.
Húsið er enginn kofi. Ljósmynd / skjáskot The Sun

Stjörnuhjónin David og Victoria Beckham hafa sett glæsihýsi sitt í Los Angeles á sölu, en eignina keyptu þau árið 2007 eftir að David gerði samning við fótboltaliðið LA Galaxy.

Að sögn dagblaðsins The Sun er ástæðan fyrir flutningunum sú að hjónunum þykir húsið heldur til lítið. Það telst þó seint vera einhver smásmíði, en það hefur meðal annars að geyma níu baðherbergi, sundlaug og annan lúxus.

Hjónin eru þó sögð vilja stækka við sig, meðal annars svo synirnir þrír geti haft nægt pláss til að sparka tuðru á milli sín á lóðinni.

Á sínum tíma borguðu hjónin 14,2 milljónir sterlingspunda fyrir slotið, sem samsvarar rétt rúmlega tveimur milljörðum króna. Húsið hefur augljóslega hækkað í verði, en skötuhjúin fara nú fram á tæplega 3,4 milljarða króna í skiptum fyrir það.

Sundlaugin er sérdeilis hugguleg.
Sundlaugin er sérdeilis hugguleg. Ljósmynd / skjáskot The Sun
Hjónunum þykir innkeyrslan meðal annars vera of lítil.
Hjónunum þykir innkeyrslan meðal annars vera of lítil. Ljósmynd / skjáskot The Sun
Inni er hátt til lofts og vítt til veggja.
Inni er hátt til lofts og vítt til veggja. Ljósmynd / skjáskot The Sun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál