Svona mun lúxus-eyja DiCaprio líta út

Eyja Leonardo DiCaprio mun vera tákn um ástríðu hans fyrir …
Eyja Leonardo DiCaprio mun vera tákn um ástríðu hans fyrir umhverfismálum. AFP/Skjáskot af Elledecor

Fyrstu tölvuteikningarnar af því hvernig eyja leikarans Leonardo DiCaprio mun líta út eru komnar á yfirborðið. Leikarinn mun vera að taka eyjuna í gegn og breyta henni í vistvænt lúxus-aðsetur.  Breytingarnar hafa verið í bígerð síðan í ágúst í fyrra.

Eyjan liggur við strendur Belize og verður tilbúin árið 2018. Á eyjunni eiga að vera 36 hús og aðrar 36 glæsivillur sem allar eru byggðar úr hráefni af eyjunni eða úr nágrenni hennar. Samkvæmt heimildum Business Insider verður allur matur sem seldur er á eyjunni svo lífrænn og ræktaður á eyjunni. Rafmagnið verður þá framleitt úr sólarorkunni og öll farartæki verða knúin áfram með vistvænni orku.

Talið er að húsin á eyjunni muni kosta á bilinu 565 milljónir króna til 1,7 milljarða króna.

Tölvuteikning af eyju Leonardo DiCaprio.
Tölvuteikning af eyju Leonardo DiCaprio. Skjáskot af Elledecor
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál