Arnar Gauti tók til hendinni

Svona lítur eldhúsið út. Arnar Gauti lét parketleggja loftið og …
Svona lítur eldhúsið út. Arnar Gauti lét parketleggja loftið og filmaði innréttinguna og hurðina inn í þvottahús. Ljósmynd/Karl Petersson

Arnar Gauti Sverrisson sá um að gera og græja í þessari íbúð við Álfkonuhvarf í Kópavogi. Smartland skoðaði eldhúsið þegar það var tekið í gegn á sínum tíma. Íbúðin sjálf er 132 fm að stærð og stendur í húsi sem byggt var 2006. Nú er íbúðin komin á sölu. 

Eldhúsið er opið inn í borðstofuna og voru húsráðendur frekar óánægðir með innréttinguna sem gerði það að verkum að Arnar Gauti var kallaður til. Hann lét filma innréttinguna með svörtum filmum, parketlagði loftið og lagaði aðeins til. Með þessu fengum við að fylgjast með á Smartlandi. 

Frétt af Smartlandi: Arnar Gauti breytti eldhúsinu fyrir litla peninga

Auk þess var baðherbergið tekið í gegn með því að mála það svart og var Arnar Gauti líka með í ráðum þar. 

Frétt af fasteignavef mbl.is: Álfkonuhvarf 47

Secto-ljósið úr Módern prýðir borðstofuna.
Secto-ljósið úr Módern prýðir borðstofuna. Ljósmynd/Karl Petersson
Baðherbergið var málað í fyrra. Svarti liturinn varð fyrir valinu …
Baðherbergið var málað í fyrra. Svarti liturinn varð fyrir valinu og voru húsráðendur mjög glaðir með breytingarnar. Ljósmynd/Karl Petersson
Hér sést svarti liturinn betur.
Hér sést svarti liturinn betur. Ljósmynd/Karl Petersson
Grái liturinn skapar hlýleika í svefnherberginu.
Grái liturinn skapar hlýleika í svefnherberginu. Ljósmynd/Karl Petersson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál