Safnar fyrsta jólastellinu sínu

Hanna Stína innanhússarkitekt ásamt fjölskyldu sinni en hún gengur með …
Hanna Stína innanhússarkitekt ásamt fjölskyldu sinni en hún gengur með sitt annað barn og hlakkar mikið til jólanna. mbl.is/Freyja Gylfa

Innanhússarkitektinn Hanna Stína Ólafsdóttir þykir með smekklegri konum landsins. Hún er mikið jólabarn en þessi jólin eru henni sérstaklega mikið tilhlökkunarefni þar sem hún gengur með sitt annað barn auk þess sem hún var að flytja í stærra húsnæði.

„Þetta er eiginlega algjör draumur,“ segir Hanna Stína og bætir því við að eitt stærsta tilhlökkunarefnið sé jólaboð fjölskyldunnar sem falli á hennar herðar þetta árið.

„Þarna kemur öll fjölskyldan saman og þar sem mér finnst fátt skemmtilegra en að skreyta hef ég mikið verið að pæla í hvernig ég ætla að útfæra matarborðið. Eftir mikla umhugsun ákvað ég að velja fagurrauða og fallega skreytta Ittala-diska til að gera borðið jólalegt en þetta er í fyrsta sinn sem ég fjárfesti í jólastelli. Mér finnst þeir bæði fallegir á litinn og svo brjóta þeir klassíska útlitið skemmtilega upp. Diskunum blanda ég síðan saman við aðra einfalda og stærri diska. Þetta er fyrsta formlega „jólastellið“ mitt sem mér finnst vera ákveðið þroskamerki,“ segir fagurkerinn að lokum.  

Taika Ittala jóladiskarnir sem urðu fyrir valinu hjá Hönnu Stínu.
Taika Ittala jóladiskarnir sem urðu fyrir valinu hjá Hönnu Stínu. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál