Bestu hreingerningarráð ársins

Lyklaborðið getur safnað miklum óhreinindum.
Lyklaborðið getur safnað miklum óhreinindum. Pinterest

Í lok hvers árs birtast ótal listar yfir það besta og versta sem fram fór það árið á hinum ýmsu sviðum. Hreinlætissviðið er þar engin undantekning en heimasíðan www.goodhousekeeping.com tók saman bestu hreingerningarráð og önnur heimilisráð ársins að hennar mati.

Fyrsta ráðið snýr að tæki sem flestir nota dags daglega, tölvunni eða öllu heldur lyklaborðinu. Lyklaborðið á það til að safna í sig hinum ýmsu óhreinindum og því mikilvægt að þrífa það reglulega.

1. Hvolfið lyklaborðinu reglulega og hristið úr því lausleg óhreinindi, brjótið því næst upp á minnismiða og notið hlutann með líminu til að renna á milli takkanna. Límið ætti að þrífa upp það sem eftir situr.

2. Ef þú vilt hlífa höndum þínum frá ryki og drullu – notaðu þá tangir. Rúllaðu góðum rykklútum eða tuskum utan um töng og notaðu hana á rimlagardínurnar og aðra hluti sem þú átt erfitt með að komast að.

Sniðug lausn.
Sniðug lausn. Pinterest.

3. Tannburstinn nýtist augljóslega í fleira en að hirða vel um tennurnar því heimsíðan mælir með því að nota hann við þrif á blöndunartækjum og öðru slíku sem tuskan nær ekki að mastera. Það þarf engin undraefni þegar tannburstinn á í hlut, bara volgt vatn og sápu.

Tannburstinn nýtist í mörg verk.
Tannburstinn nýtist í mörg verk. Pinterest

4. Hver kannast ekki við það að týna reglulega sjónvarpsfjarstýringunni? Líklega flestir. Skelltu smá bút af riflás á sófaborðið og fjarstýringuna og þetta vandamál er úr sögunni.

Með þessu sniðuga ráði er fjarstýringin ávallt á sínum stað.
Með þessu sniðuga ráði er fjarstýringin ávallt á sínum stað. Pinterest.

 5. Skipulag og aftur skipulag. Með því að notast við skipulagshengi eins og þetta á myndinni víðs vegar um heimilið kemurðu í veg fyrir að brúsar og annað dót safni ryki og týnist jafnvel aftast í skápunum.

Gott skipulag gerir gæfumuninn.
Gott skipulag gerir gæfumuninn. Pinternest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál