Íslendingar hönnuðu villuna

Í eldhúsinu er innrétting úr hnotu og hvít sprautu lökkuð.
Í eldhúsinu er innrétting úr hnotu og hvít sprautu lökkuð. Ljósmynd/Art Gray

Hönnunarfyrirtækið Minarc sem er í eigu Íslendinganna Erlu Daggar Ingjaldsdóttur og Tryggva Þorsteinssonar hannaði þetta dásamlega hús sem hefur hlotið heimsathygli. Húsið er staðsett í Hollywood Hills í Los Angeles og var ekkert til sparað þegar það var hannað og byggt. Umfjöllun um þetta hús birtist hjá Interior Design Homes.

Hjónin Erla og Tryggvi, sem hafa verið búsett í Los Angeles í um eða yfir 20 ár, sérhæfa sig í hönnun á vistvænum húsum. Um er að ræða einingahús sem eru framleidd í Bandaríkjunum. 

Hjónin hafa hlotið mörg hönnunarverðlaun fyrir verk sín en þau hönnuðu Ion hótelið á Nesjavöllum og eru nú að hanna hótel við Laugaveg sem mun opna síðar á þessu ári. Þau hanna ekki bara heilu húseignirnar heldur hanna þau húsgögn, ljós og annað sem prýðir heimilið. 

Í garðinum er sundlaug.
Í garðinum er sundlaug.
Ljósmynd/Art Gray
Baðkarið er inni í svefnherbergi.
Baðkarið er inni í svefnherbergi. Ljósmynd/Art Gray
Húsið er guðdómlegt að utan.
Húsið er guðdómlegt að utan. Ljósmynd/Art Gray
Veröndin er fallega byggð.
Veröndin er fallega byggð. Ljósmynd/Art Gray
Sófinn er frá Paolo Piva en borðið er hannað af …
Sófinn er frá Paolo Piva en borðið er hannað af Erlu og Tryggva. Ljósmynd/Art Gray
Hægt er að opna eldhúsið upp á gátt og út …
Hægt er að opna eldhúsið upp á gátt og út á veröndina þar sem sundlaugin er staðsett. Ljósmynd/Art Gray
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál