Dásamleg híbýli í agnarsmáu plássi

Einstaklega smekklegt og nútímalegt rými sem inniheldur bæði stofu og …
Einstaklega smekklegt og nútímalegt rými sem inniheldur bæði stofu og svefnherbergi. Rýmið er hlýlegt og afar heimilislegt. Instagram

Lítil og þröng íbúðarrými þurfa svo sannarlega ekki alltaf að vera slæmur kostur.

Með útsjónarsemi og góðu skipulagi má skapa einstaklega falleg híbýli í agnarsmáu plássi.
Á meðfylgjandi myndum sem www.dailymail.uk.co tók saman af Instagram frá fagurkerum alls staðar að má fá margar frábærar hugmyndir enda augljóslega hugsað í lausnum og út fyrir rammann.

Þrátt fyrir lítinn gólfflöt tekst þeim öllum að koma ótrúlegustu hlutum fyrir með því að raða rétt saman, nýta veggina og lofthæðina.

Sjón er sögu ríkari.

Hér eru veggirnir notaðir sem geymsla en hjólið sem hangir …
Hér eru veggirnir notaðir sem geymsla en hjólið sem hangir á veggnum setur einnig skemmtilegan svip á herbergið. Instagram
Elegant stofu og skrifstofurými. Hér gengur allt upp á ótrúlegan …
Elegant stofu og skrifstofurými. Hér gengur allt upp á ótrúlegan hátt því húsgögnin eru í grófari kantinum en uppröðunin smellur alveg saman. Instagram
Svefnherbergi og stofa á sama blettinum. Með þessu smáa sófasetti, …
Svefnherbergi og stofa á sama blettinum. Með þessu smáa sófasetti, skemmtilegri uppröðun og snyrtimennsku lítur þetta rými bara stórvel út. Instagram
Þröngt mega sáttir sitja á ágætlega við í þessu tilviki. …
Þröngt mega sáttir sitja á ágætlega við í þessu tilviki. Hér er búið að byggja kojur úr vörubrettum, sem og sófaborð. Þess á milli eru hlýleg húsgögn, rammar, púðar og blóm sem gera rýmið svolítið hlýlegt.
Hér má sjá nýtískulega og smart útgáfu af vel nýttu …
Hér má sjá nýtískulega og smart útgáfu af vel nýttu rými. Hillan í miðjunni gerir ótrúlega mikið fyrir plássið. Instagram
Útsjónarsemi í unglingaherbergi. Hér er unnið í góðum lausnum.
Útsjónarsemi í unglingaherbergi. Hér er unnið í góðum lausnum. Instagram







mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál