Eitt dýrasta húsið til sölu fyrir 30 milljarða

Þetta er dýrasta hús í heimi.
Þetta er dýrasta hús í heimi.

Dýrasta húseign Bandaríkjanna er komin á sölu. Um er að ræða húsnæði í Bel Air í Los Angeles í Kaliforníu. Þar er enginn kotbúskapur og ætti að vera sæmilegt pláss fyrir vísitölufjölskyldu og jafnvel nokkra gesti.

Í húsinu eru tvær svítur fyrir íbúa auk 10 svíta fyrir gestkomandi. Tryggt er að enginn þurfi að bíða lengi eftir því að komast á klósettið þar sem 21 baðherbergi er til staðar. Þá á greinilega engum að leiðast þar sem fimm barir, bíósalur, keiluhöll, sundlaug og fullbúinn líkamsræktarsalur eru meðal þess finna má í húsinu. Þá þurfa íbúar ekki að reiða sig á almenningssamgöngur þar sem þyrlupallur er til staðar á þaki hússins.

Húsið kostar litla 30 milljarða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál