Huggulegt heimili í Grafarvogi

Við Laufengi í Grafarvogi stendur ansi huggulegt raðhús á tveimur hæðum. Húsið var byggt 1992 og er 119 fm að stærð. 

Hver fm er nýttur til fulls í húsinu og þar er líka að finna margar sniðugar lausnir. Á neðri hæðinni er eldhús og stofa. Eldhúsið er þó ekki beint opið inn í stofuna heldur er veggur sem skilur það að. Það sem vekur athygli þegar húsið er skoðað hvað húsgögnum er raðað fallega upp. Takið til dæmis eftir því hvernig sófinn er úti á miðju gólfi og hvernig hann mætir borðstofuborðinu. 

Þessi uppröðun skapar góða stemningu inni á heimilinu og býr til hlýleika um leið. Falleg loftljós og lampar setja svo punktinn yfir i-ið. 

Af fasteignavef mbl.is: Laufengi 152

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál