Hér býr ríka fólkið í Washington

Obama-fjölskyldan býr í þessu fallega húsi.
Obama-fjölskyldan býr í þessu fallega húsi. Washington Fine Properties

Hvað eiga Barack Obama, Ivanka Trump, stofnandi Amazon, Jeff Bezos, og Geir H. Haarde sameiginlegt? Jú, þau búa öll í hinu vinsæla Kalorama-hverfi í Washington. Hverfið er þekkt fyrir að háttsettir embættismenn og annað valdamikið fólk í Washington setjist þar að.

Sandra Bullock, Bill Clinton, Monika Lewinsky, Mike Tyson, Elisabeth Taylor, John F. Kennedy og Richard Nixon hafa öll búið í Kalorama-hverfinu.

Agnes O‘Hare, kona sendiherra Evrópusambandsins í Bandaríkjunum, býr í hverfinu. „Stundum sér maður einhvern sem maður kannast við og maður hugsar af hverju kannast ég svona við þau. En svo fattar maður að maður hefur bara séð þau í sjónvarpinu.“

Obama-fjölskyldan tók hús á leigu í hverfinu eftir að fjölskyldan flutti úr Hvíta húsinu. Þar hyggst fjölskyldan búa að minnsta kosti næstu tvö ár eða þangað til yngsta dóttirin Sasha klárar menntaskóla.

Smartland greindi nýlega frá því að Ivanka Trump, dóttir Donalds Trumps, væri flutt í hverfið. Fjölskylda hennar virðist lifa góðu lífi í þessu fallega og friðsæla hverfi. Einn íbúi sá dóttur forsetans ýta þriggja ára syni sínum í rólu og söng sá God Bless America hástöfum á meðan.

Ivanka Trump býr í Kalorama-hverfinu.
Ivanka Trump býr í Kalorama-hverfinu. ljósmynd/zillow.com

Jeff Bezos stofnandi keypti hús í hverfinu á síðasta ári en hann keypti gamalt safn og ætlar að breyta því í venjulegt hús. Þar með á hann stærsta heimili í Washington.

Myndir úr húsum í Kalorama-hverfinu.
Myndir úr húsum í Kalorama-hverfinu. ljósmynd/DC Condo Boutique

Hverfið er vel falið í norðvesturhluta Washington-borgar og er mikið um stór og íburðarmikil hús. En þegar borgin var teiknuð árið 1791 var hverfið úti í sveit. Í byrjun 19. aldar keypti diplómatinn og ljóðskáldið Joel Barlow sér stórt hús á svæðinu og kallaði húsið Kalorama en það þýðir einmitt fallegt útsýni á grísku. Þaðan kemur því nafnið á hverfinu.

Íburðarmikið andyri í húsi í Kalorama-hverfinu.
Íburðarmikið andyri í húsi í Kalorama-hverfinu. ljósmynd/DC Condo Boutique
Stórt eldhús.
Stórt eldhús. ljósmynd/DC Condo Boutique
Það eru stór fataherbergi í húsunum.
Það eru stór fataherbergi í húsunum. ljósmynd/DC Condo Boutique
Fallegt svefnherbergi í húsi í Kalorama-hverfinu.
Fallegt svefnherbergi í húsi í Kalorama-hverfinu. ljósmynd/DC Condo Boutique
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál