Dýrustu einbýlishúsin á markaðnum

Selbraut 1 á Seltjarnarnesi.
Selbraut 1 á Seltjarnarnesi.

Fasteignaverð er mikið í fréttum þessa dagana en það hefur hækkað um 17% á einu ári. Ef þú værir með 150 milljónir eða meira, hvað gætir þú keypt? Smartland tók saman lista yfir dýrustu hús fasteignavefjar mbl.is um þessar mundir. 

Selbraut 1 - 175.000.000

402 fm – byggt 1987. 

„Sérlega vandað og vel staðsett einbýlishús sem stendur á 956 fm eignarlóð á Seltjarnarnesi. Arkitekt hússins er Helgi Hjálmarsson FAÍ, Teiknistofunni Óðinstorgi.

Aðalinngangur er lagður graníti, fataskápur. Hol er granítlagt, upptekin loft, útgangur er á skjólsæla timburverönd sem snýr í suður. Eldhús er rúmgott, Alno-innrétting, eyja, inn af er búr. Stofa er granítlögð, arinn. Sjónvarpshol er parketlagt, útgangur er á svalir. Hjónaherbergi er parketlagt, skápur. Baðherbergi er flísalagt, baðkar, innrétting. Á herbergjagangi eru fjögur parketlögð barnaherbergi. Á neðri hæð er rúmgott baðherbergi með sturtu. Sér inngangur er á neðri hæð, gott þvottahús með innréttingu. Innangengt er í tvöfaldan bílskúr. Stórt fjölskyldurými er á neðri hæð ásamt rúmgóðum geymslum,“ segir á fasteignavefnum. 

Fasteignamat hússins er 100.150.000 kr.

Skildinganes 54.
Skildinganes 54.

Skildinganes 54 - 189.000.000 kr.

457 fm – byggt 1983. 

„Um er að ræða 456,7 fm einbýlishús sem stendur á sjávarlóð með glæsilegu útsýni. Einstök eign í sérflokki, 887 fm eignarlóð. Möguleiki á auka íbúð eða að bæta við svefnherbergjum,“ segir á fasteignavefnum. 

Fasteignamat hússins er 183.200.000 kr.

Fjólugata 19.
Fjólugata 19.

 

Fjólugata 19 - 180.000.000 kr.

421 fm – byggt 1960. 

„Virðulegt einbýlishús á þremur hæðum ásamt bílskúr við Fjólugötu í miðbæ Reykjavíkur, sem er samtals 420,9 fm með bílskúrnum.
Efsta hæð: 154,1 fm. Forstofa og stigi upp á pall þar sem er útgengt á svalir til suðurs, gott hol með skápum þar sem gengið er inn í aðrar vistarverur hússins. Stofa er á vinstri hönd til suðurs, stór með útgengi út á svalir og með tveimur nokkuð stórum gluggum. Eldhús er á hægri hönd og með þvottahúsi og búri þar inn af. Herbergjagangur er í beinu framhaldi með lítilli geymslu, þremur góðum herbergjum og baðherbergi.  Góð lofthæð er í íbúðinni,“ segir á fasteignavefnum. 

 Fasteignamat hússins er 144.200.000 kr.

Fjólugata 1.
Fjólugata 1.

Fjólugata 1 - TILBOÐ

473 fm – byggt 1929. 

„Glæsilegt 473,3 fm einbýlishús við Fjólugötu í Þingholtunum. Húsið er á tveimur hæðum auk kjallara. Tvöfaldur sérstæður bílskúr með geymslu og sólstofu. Mjög fallegt útsýni er úr húsinu, m.a. yfir Tjörnina.
Húsið var endurnýjað/endurbyggt að nánast öllu leyti árið 2002 og var hvergi til sparað. Mikil áhersla var lögð á að halda í upprunalegt útlit hússins m.a. hvað varðar þak hússins, gluggasetningu og skipulag. Frá þessum tíma hefur verið gott viðhald á eigninni,“ segir á fasteignavefnum. 

Fasteignamat hússins er 149.750.000 kr.

Haukanes 6.
Haukanes 6.

Haukanes 6 - TILBOР

385 fm – byggt 1979. 

„Glæsilegt einstaklega vandað og vel skipulagt samtals 385 fm einbýlishús með glæsilegu útsýni. Húsið stendur á sjávarlóð sem er eignarlóð. Húsið hefur verið mikið yfirfarið og endurnýjað m.a. þak á húsi og bílskúr og fl. Vandaðar innréttingar. Stór stofa og borðstofurými við útsýnisglugga og með rúmgóðu fjölskyldueldhúsi. Föndur-/leikherbergi á neðri hæðinni ásamt þremur herbergjum og rúmgóðu hjónaherbergi. Endurnýjuð vönduð baðherbergi. Einstaklega fallegur garður með gróðri og skjólgóðum veröndum. Góður 43,4 fm bílskúr er framan við húsið og er góð aðkoma að húsinu og talsvert af bílastæðum. 
Samkvæmt skráningu er birt stærð 384,5 fm og þar af er íbúðarrými samtals 341,1 fm og bílskúrinn er skráður 43,4 fm,“ segir á fasteignavefnum. 

Fasteignamat hússins er 117.000.000 kr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál