Þorvaldur Skúlason selur slotið

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Ein flottasta íbúð landsins er komin á sölu. Hún er staðsett við Eskihlíð í Reykjavík og er í eigu Þorvaldar Skúlasonar. Þorvaldur hefur alltaf verið áberandi íslensku samfélagi og hefur gert ýmislegt sniðugt í gegnum tíðina. Hann bjó til dæmis til skemmtistaðinn b5 og um tíma var hann hótelstjóri á 101. Svo er hann mjög góður í því að gera fallegt í kringum sig eins og sést á íbúðinni við Eskihlíð. 

Íbúðin er 120 fm að stærð og stendur í húsi sem byggt var 1948. 

Hvíti liturinn er áberandi í íbúðinni en í stofunni eru hvít húsgögn, allt hvítmálað og hvítar þunnar gardínur eru fyrir gluggunum. 

Í eldhúsinu er innrétting með burstuðu stáli, stór gaseldavél og opnar hillur. Í íbúðinni á hver hlutur sinn stað og stíllinn er persónulegur og smart. Það sem er samt langflottast í íbúðinni er bólstraða útihurðin. Hún fær toppeinkunn. 

Af fasteignavef mbl.is: Eskihlíð 16

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál