Svartur á stofuna?

Svört stofa með ljósum húsgögnum.
Svört stofa með ljósum húsgögnum. skjáskot/Elledecor.com

Svört málning er sífellt að verða vinsælli. Það er djörf ákvörðun að mála eldhús eða stofu í svörtum lit en útkoman getur verið flott. Elle Decor fór yfir það sem þarf að hafa í huga áður en herbergi er málað svart.

Þó svo að dökkur litur eins og svartur geti gert herbergi hlýlegra getur hann einnig minnkað herbergið töluvert. Þegar sólin skín inn um gluggana verður líka mjög heitt. Auk þess sem rispur og ryk sjást auðveldlega. Að lokum getur verið erfitt að mála yfir svartan vegg.

Svart baðherbergi.
Svart baðherbergi. ljósmynd/Pinterest

Það sem er gott að hafa í huga þegar herbergi eru máluð svört er að reyna að lýsa upp herbergið með ljósum húsgögnum og litríkum hlutum. Með því stækkar rýmið.

Dramatísk stofa.
Dramatísk stofa. ljósmynd/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál