Hönnunarkeppni um Brexit-vegabréf

Breska vegabréfið fer að verða úrelt.
Breska vegabréfið fer að verða úrelt. skjáskot/Dazeen.com

Eftir að Bretar kusu sig út úr Evrópusambandinu á síðasta ári gaf ríkisstjórn Bretlands það út að þeir væru að íhuga breytingar á vegabréfinu. Ekki að ástæðulausu enda er nafn Evrópusambandsins framan á vegabréfinu. Hönnunartímaritið Dazeen ákvað því að efna til samkeppni um nýtt útlit á breska vegabréfinu. 

Sumir Bretar vilja sjá gömlu vegabréfin aftur.
Sumir Bretar vilja sjá gömlu vegabréfin aftur. skjáskot/Dazeen.com

Samkeppnin er ekki á vegum breska ríkisins og því ólíklegt að vinningstillagan verði að framtíðarvegabréfi Breta. Hins vegar eru peningaverðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin og hönnunin verður til sýnis á Hönnunarsafninu í London. Dazeen lítur á það að hönnun á nýju vegabréfi geti sýnt jákvæða ímynd af bresku þjóðinni. 

Svissneska vegabréfið þykir mjög fallegt.
Svissneska vegabréfið þykir mjög fallegt. skjáskot/Dazeen.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál