Hvernig á að fegra heimilið með plöntum

Hægt er að setja plöntur á óvenjulega staði eins og …
Hægt er að setja plöntur á óvenjulega staði eins og inn á bað. ljósmynd/Pinterest

Sjaldan hefur verið eins vinsælt að skreyta heimili með grænum plöntum. Það er þó ýmislegt sem þarf að hugsa um svo að plönturnar njóti sín sem best samkvæmt Vogue

Val á plöntu 

Viðmælendur Vogue segja mikilvægt að velja plöntu út frá umhverfinu sem hún á að vera í. Hugsa þarf um hversu stórt rýmið sé og hversu mikið sólarljós flæðir inn. Einnig þarf að hugsa út í það að plöntur eru lifandi. 

Rétti potturinn 

Vel valinn pottur getur látið venjulega plöntu líta úr fyrir að vera mun fallegri en hún er. Sumum þykir góð regla að velja pott í sama stíl og annað í herberginu. 

Hugsaðu út fyrir rammann 

Ekki setja bara plöntur út í glugga inni í stofu. Þú getur sett plöntur inn í svefnherbergi eða inn á bað. 

Það er gott ráð að velja pott í stíl við …
Það er gott ráð að velja pott í stíl við stofuna. ljósmynd/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál