„Það er eitthvað heillandi við stóla“

Elsa Nielsen.
Elsa Nielsen.

Einn stóll á dag er samstarfsverkefni Elsu Nielsen hönnuðar og Hönnunarsafnsins. Á sýningunni eru sýndar teikningar Elsu af völdum íslenskum stólum. Myndir Elsu verða gefnar út á veggspjaldi og á gjafakortum. Sunnudaginn 26. mars mun Elsa segja frá hönnun sinni #einádag og kynnir samstarfsverkefnið #einnádag. 

Eftir að hafa teiknað eina mynd á dag 2015 og deilt með áhugasömum á Instagram leitaði Hönnunarsafnið eftir samstarfi við mig um að teikna hluti úr safneign safnsins. Stólasafnið varð fyrir valinu að þessu sinni – enda nokkuð dæmigert í öllum hönnunarsöfnum,“ segir Elsa þegar hún er spurð að því hvernig þetta samstarf hafi komið til.

Elsa segir að stólaflóra Íslands sé fjölbreytt og nú langi hana ekki í neitt annað en íslenska stóla.

„Mig langar hrikalega mikið að eignast íslenskan stól á heimilið mitt eftir þetta verkefni – eiga part af íslenskri hönnunarsögu.“

Hvað var skemmtilegast við þetta?

„Það sem mér fannst magnað er líklega þegar Sóley vinkona mín sá stól á Instagram-síðunni minni og sagði mér að pabbi hennar, Valdimar, hefði hannað stólinn og skírt hann í höfuðið á henni, Sóley. Ég hafði ekki hugmynd um það. Svo var skemmtilegt að fræðast um þessa flottu stóla. Það er hægt að fylgjast með verkefninu undir myllumerkinu #einnstólládag á Instagram,“ segir hún.

Hvers vegna eru stólar svona spennandi?

„Það er eitthvað heillandi við stóla. Þeir eru oftast svo samhverfir sem mér finnst fallegt, en mikið atriði finnst mér þó að stóll sé þægilegur. Það var nú ekki sjálfsagt að eiga stól í gamla daga og voru þeir oft tákn um auð og völd. En í dag eru fjölmargar tegundir framleiddar og hönnunin miðast frekar við notkun á stólnum heldur en stöðutákn, þó svo að það eigi ennþá við að einhverju leiti. Stólar eru meira hversdagslegt fyrirbæri í dag – en söguna þarf þó að varðveita.“

Hver er þinn uppáhaldsstóll?

„Uppáhaldsstóllinn minn er leðurbólstraður rúmlega aldargamall stóll frá Danmörku sem kemur úr búi ömmu mannsins míns. Það býr falleg saga þar að baki sem mér þykir vænt um.“

Hvernig stólar eru heima hjá þér?

„Mjög „basic“ borðstofustólar, antíkstólar, barstólar og skrifborðsstólar – enginn íslenskur né frægur hönnunarstóll. Væri til í að eiga einn armstól eftir Hjalta Geir Kristjánsson eða stólinn Sóley eftir Valdimar Harðarson – af því ég þekki Sóleyju.“

Yfir hvaða eiginleikum þarf góður stóll að búa?

„Hann þarf að vera þægilegur, einfaldur og síðast en ekki síst fallegur. Svo er ekki verra ef það er falleg saga sem fylgir honum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál