Ofhlaðið er draslaralegt

Berglind keypti þennan skenk á dögunum í IKEA. Hann skapar …
Berglind keypti þennan skenk á dögunum í IKEA. Hann skapar góða stemningu í stofunni.

Berglind Sigmarsdóttir metsölurithöfundur og veitingastaðaeigandi á fallegt heimili í Vestmannaeyjum. Bókin GOTT kom út fyrir jólin og gekk vel en Berglind skrifaði líka bækurnar Heilsuréttir fjölskyldunnar og svo reka þau hjónin veitingastaðinn GOTT í Vestmannaeyjum.

Berglind er sífellt að gera fallegt í kringum sig og á dögunum keypti hún nýjan skenk og setti í stofuna. Þegar Berglind er beðin um að lýsa stílnum á heimili sínu segist hún hafa gaman að sixties og svolitlu retrói í bland við nýtt.

„Ég vil hafa fallega hluti í kringum mig sem hafa einhverja merkingu. Í mínum huga á heimilið að vera hlýlegt og notalegt. Hef gaman af því að gefa gömlum hlutum nýtt líf með því að raða þeim með öðrum sem passa vel saman. Ég fer stundum á markaði með gömlu dóti og kaupi eitthvað fallegt sem ég sé þó ég viti ekkert hvað ég ætli að gera við það. Finn því svo stað seinna. Það eina sem maður þarf að passa að það sé jafnvægi á milli gamals og nýs. Að hlaða ekki. Ef þetta er of hlaðið er stutt í að það verði draslaralegt,“ segir Berglind og bætir við:

„Ég er mikið fyrir vandaðar hönnunarvörur en missi mig ekkert hvað það varðar, keypti mér reyndar rándýrt HP ljós í fyrra en fann svo sömu týpu á markaði í Kaupmannahöfn og dröslaði því heim, lét mig hafa það að halda á því í flugvélinni en það var líka fimm sinnum ódýrara svona notað. Nú á ég tvö í sitthvorum litnum, þetta er klassík sem aldrei fer úr tísku.“

Berglind var aðeins að breyta í stofunni. Skipti gömlum skenk út fyrir nýjan.

„Ég var með gamlan skenk frá frænku minni sem ég þurfti að skipta út, hann var orðinn svo lélegur. Hurðarnar sífellt að detta af svo ég fékk mér skenkinn úr Stockholm línunni hjá IKEA. Þá fannst mér allt í einu það sem var fyrir ofan ekki passa lengur svo ég fór í að breyta til. Ég hafði keypt þessar karöflur á markaði fyrir einhverju síðan og vissi ekki hvað ég átti að gera við þær fyrr en núna. Spegilinn fékk ég í Útgerðinni, verslun hér í Eyjum. Fuglinn hafði ég fengið að gjöf frá vinkonu minni sem þekkir mig og ást mína á gömlum fallegum hlutum. Mér finnst hann smellpassa þarna undir speglinum,“ segir hún. Útkoman er falleg og smart.

Spáir þú mikið í því hvernig á að raða upp hlutum á heimilinu?

„Já, ég geri það, litir skipta mig miklu máli. Þegar ég skoða málverk og önnur listaverk sé ég nánast bara liti. Ég er vandræðalega spennt alltaf fyrir bláu. Hvað dreymir þig um að eignast inn á heimilið? Við erum að breyta eldhúsinu svo það væri gaman að fá fallega stóla þar inn í stíl við breytingarnar.“

Berglind Sigmarsdóttir.
Berglind Sigmarsdóttir.
Berglind er hrifin af bláum tónum.
Berglind er hrifin af bláum tónum.
Berglind á tvö PH ljós. Þetta var keypt hérlendis en …
Berglind á tvö PH ljós. Þetta var keypt hérlendis en hitt var keypt á markaði í Danmörku.
Á veitingastaðnum hennar Berglindar, GOTT, er blái liturinn áberandi.
Á veitingastaðnum hennar Berglindar, GOTT, er blái liturinn áberandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál