Almennilegt boðskort skiptir máli

Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir reka fyrirtækið Letterpress. Þær eru þekktar fyrir sín guðdómlegu boðskort og merkingar í veislum. 

„Það skiptir öllu að allt efni, frá boðskorti til skreytinga í veislunni, sé útbúið í þeim anda sem verðandi brúðhjón óska sér að dagurinn þeirra endurspegli. Orðaval í boðskortinu gefur tóninn og síðan er það grafíkin, val á leturtegundum, litum og pappír sem binda þetta allt saman í eina heild. Á þetta að vera formlegt og hátíðlegt eða partý í sveitinni? Boðskortið á að ná utan um þá stemningu sem stefnt er að,“ segir Ólöf Birna.

Hún segir að það sé æskilegt að senda boðskort með 6-8 vikna fyrirvara.

„Það er þó algengt að boðskort í sumarbrúðkaup séu send jafnvel í byrjun árs til að gefa gestum færi á að taka daginn frá. Við höfum líka prentað „Takið daginn frá“ kort sem hafa farið með jólakortinu eða vel fyrir daginn sjálfan og síðan er gert veglegt boðskort þegar nær dregur.“

Er eitthvert eitt þema að „trenda“ núna frekar en annað?

„Þessi misserin þykir okkur nokkuð áberandi stílhreint yfirbragð en um leið er léttleiki í leturvali og pappírinn er oft blanda af hvítum eða kremuðum og svo endurunnum í meira „rustic“ stíl. Síðan er oft einum aukalit lætt að og er það oftast litatónn sem á að nota í skreytingar í veislunni.“

Er fólk samstiga þegar kemur að vali á boðskortum?

„Já, já, það er það nú langoftast. Eðlilega þarf fólk að ræða saman þegar kemur að því að skoða sýnishornamöppurnar okkar, þar má sjá svo ótal mörg og ólík dæmi um í hvaða átt er hægt að fara og við finnum fyrir því að á þessum tímapunkti er verið að taka margar lykilákvarðanir.

Við aðstoðum einnig við textavinnuna og það hjálpar mikið að geta skoðað í rólegheitum dæmi um orðalag og við gefum fólki góðan tíma í friði til að komast að niðurstöðu.“

Letterpress gerir oft heildarmerkingu fyrir brúðkaupið.

„Við útbúum efni fyrir veisluna og þá er það unnið í stíl við boðskortið. Má þar nefna servíettur fyrir matinn eða með fordrykknum, merkingar á borðum (númer eða t.d. staðarnöfn), sætamerkingar, borðaskipulag, mat- og vínseðil og sérmerkingar fyrir mat á hlaðborði. Einnig höfum við gert gestabækur, heillamiða, söngskrá fyrir veisluna og dagskrá fyrir kirkjuathöfnina. Svo er alltaf gaman að sérmerkja allskonar skemmtilegt eins og bjór- og vínflöskur, sápukúluflöskur, merkja myndasvæði (photo-booth), nammi- eða vínbar, höfum látið gera einnota tattoo og svo lengi mætti telja,“

Hvernig mynduð þið gera þetta ef þið væruð að skipuleggja eigið brúðkaup?

„Úff, haha, sennilega fá einhvern annan til verksins! Við erum nú reyndar báðar löngu giftar en ef við stæðum í þessum sporum þá sennilega gerðum við allt til þess að gestirnir gætu upplifað sanna gleðistund og tækju með sér góðar minningar frá deginum rétt eins og við. En að sjálfsögðu myndum við byrja á að gera almennilegt boðskort, þannig byrjar þetta jú allt,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál