Það þarf að þrífa ótrúlegustu hluti

Það þarf að þurrka ryk af fleiri stöðum en stofuskápum.
Það þarf að þurrka ryk af fleiri stöðum en stofuskápum. mbl.is/Thinkstockphoto

Fólk þrífur oftast sömu augljósu hlutina eins og klósettið og speglana en gleymir öðrum hlutum sem eru ekki eins augljósir eins og fjarstýringum og fjölnota búðapokum. Lonny fór yfir nokkra hluti sem fólk gleymir oft að þrífa. 

Hárburstinn 

Það er ágætt ráð að taka öll gömlu hárin úr hárburstanum og setja hann í heitt vatn með sjampói. 

Ruslatunnur 

Þrátt fyrir að þú sért með poka í ruslatunnunni þá er líklegt að tunnan sjálf sé skítug. 

mbl.is/Thinkstockphoto

Síminn

Flestir eru alltaf með símann á sér, það borgar sig að þrífa hann reglulega. 

Sturtuhengið

Sturtuhengi verða skítug og svo er hætta á myglu. 

Fjarstýringar 

Gott er að fara yfir fjarstýringar með tusku. 

Fjölnota búðapokar

Það er gott að skella fjölnotabúðapokum í þvott. 

Hurðarhúnar 

Fólk er sífellt að koma við hurðarhúna og því fylgja sýklar. 

Plöntur 

Það þarf að þrífa plöntur rétt eins og maður vökvar þær. Heimilisplöntur safna oft miklu ryki. 

mbl.is/Thinkstockphoto

Dyramotta 

Það þarf að gera meira en bara dusta dyramottu enda margir skítugir skór sem snerta hana. 

Uppþvottagrindin 

Það getur myndast mygla á uppþvottagrindinni ef hún er aldrei þvegin. 

Lampaskermar 

Það getur verið ótrúlega mikið af ryki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál