Fimm mistök þegar heimili eru innréttuð

Bókahillur geta komið að góðum notum.
Bókahillur geta komið að góðum notum. mbl.is/Getty Images

Það tekur tíma að læra að taka réttar ákvarðanir þegar íbúð eru innréttuð. Mydomaine fékk nokkrar klárar konur til að segja frá mistökum sem þær gerðu fyrst þegar þær byrjuðu að búa. 

Hrædd við liti

Ein kona sem bjó í lítilli íbúð í New York dáðist að fólki sem þorði að gera falleg marglaga rými en sjálf þorði hún ekki annað en að halda sig við hvíta litinn. Henni áskotnaðist eitt sinn litrík motta og viti menn, það var mun léttara en hún hélt að búa til fallega litapallettu. 

Vanmeta geymslupláss

Ein kona minntist á að stærstu mistökin sem fólk sem býr í litlu húsnæði gerir er að vanmeta geymslupláss. Hún segir að til dæmis góðar bókahillur geti verið gulls ígildi. 

Að kaupa allt í einu

Ein kona mælir með því að bíða með það að fjárfesta í öllu nýju. Það sé gott að þekkja sinn stíl og enn betra að kynnast aðeins rýminu áður en það eru keypt húsgögn inn í það. Hún lærði af reynslunni og þegar hún flutti í annað sinn borðaði hún kvöldmat við sófaborðið í þrjá mánuði þangað til hún fann fallegt eldhúsborð sem passaði íbúðinni og hennar stíl. 

Of mikið af minjagripum

Ein kona sem ferðaðist mikið átti það til að koma heim með ýmsan varning, meðal annars vasa frá Taílandi og teppi frá Marokkó. Hún áttaði sig síðan á því að þessi hlutir pössuðu engan veginn við það sem hún átti fyrir. Hún mælir með því að fólk kaupi hluti á ferðalögum en íhugi hvernig hlutirnir muni passa við búslóðina. 

Halda upp á gamla hluti

Ein kona losaði sig við stóran hluta af bókunum sínum. Bækurnar tóku mikið pláss og hún áttaði sig á því að hún hafði misst tenginguna við þær. Hún losaði sig því við margar og hélt þeim eftir sem voru henni mikilvægar. 

mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál