Langar þig í eitursvalt garðborð og stóla?

Við ætlum að gefa einum heppnum lesenda þetta glæsilega garðborð …
Við ætlum að gefa einum heppnum lesenda þetta glæsilega garðborð frá IKEA ásamt sex stólum. Ljósmynd/IKEA

Smartland fagnar 6 ára afmæli sínu í dag en það hóf göngu sína hinn 5. maí 2011. Smartland varð strax ein af vinsælustu lífsstílsvefjum landsins og hefur átt mikilli velgengni að fagna. Í tilefni af afmælinu langar Smartlandi að gleðja einn heppinn lesanda með stækkanlegu garðborði og sex stólum frá sænska móðurskipinu IKEA.

Borðið er úr ÄPPLARÖ línunni og það er stækkanlegt og í stærstu stillingu geta tíu manns setið við það þannig að vel fari um alla. Borðið er úr brúnum gegnheilum við og ákaflega fallegt. Auk borðsins ætlar Smartland í samráði við IKEA að gefa sex stóla við með sessum til að hámarka þægindin. 

Hægt er að leika sér endalaust með borðið því hægt er að fella hliðarnar niður. Auk þess er gat í miðju þess fyrir sólhlíf. 

HÉR er hægt að lesa nánar um þetta fantaflotta garðborð sem gerir pallinn ennþá flottari. 

Til þess að taka þátt í leiknum þarftu að fara inn á Facebook-síðu Smartlands og segja okkur hvers vegna þú ættir að vinna þetta fantaflotta garðborð og sex stóla. 

Smartland Mörtu Maríu á Facebook! 

Grillveislur sumarsins verða eflaust skemmtilegri með góðum garðhúsgögnum.
Grillveislur sumarsins verða eflaust skemmtilegri með góðum garðhúsgögnum. IKEA
Það er ekki amalegt að láta fara vel um sig …
Það er ekki amalegt að láta fara vel um sig í þessum stól, sleikja sólina og sötra kaldan drykk. IKEA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál