Hönnunarmistök koma í veg fyrir svefn

Samhverfa veitir ró.
Samhverfa veitir ró. mbl.is/Thinkstockphotos

Það eru ekki bara raftæki í svefnherberginu sem geta haft slæm áhrif á svefninn. Samkvæmt feng shui-fræðum getur uppröðunin og hönnunin í herberginu haft áhrif á hversu vel þú sefur. 

Samhverfa er lykilhugtak þegar kemur að því að innrétta svefnherbergi að hætti feng shui-fræða. Feng shui-ráðgjafinn Laura Cerrano segir í viðtali við MyDomaine að í svefnherberginu eigi makar að mætast á jöfnum grundvelli. 

Það er því mikilvægt að fullkomin samhverfa eigi sér stað í herberginu. Þeir sem láta rúmið sitt liggja upp við vegg eru því að brjóta þvert á hugmyndafræði feng shui. Ef svefnherbergið er mjög lítið ætti samt að hafa nokkra sentímetra frá vegg að rúmi samkvæmt Cerrano. Ef ekki vegna feng shui þá vegna fagurfræðinnar. 

Jafnvægi á að ríkja í svefnherberginu.
Jafnvægi á að ríkja í svefnherberginu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál