Gott borðpláss númer eitt, tvö og þrjú

Neðri skáparnir eru úr reyktri eik.
Neðri skáparnir eru úr reyktri eik. Eggert Jóhannesson

Í notalegu húsi í smáíbúðahverfinu hefur lítil fjölskylda komið sér vel fyrir. Hjónakornin létu nýverið byggja við húsið þar sem nú er að finna draumaeldhúsið. Innanhússarkitektinn Helga Sigurbjarnadóttir var hjónunum til halds og trausts og er heimilisfólkið sérlega ánægt með afraksturinn.

„Það var frábært að vinna með Helgu, hún hlustar á mann og tekur ekki fram fyrir hendurnar á manni. Ég var með ákveðnar hugmyndir og var búin að skoða innréttingar á netinu sem sem mig langaði í. Ég vildi fá gott borðpláss, fullt af skápaplássi og það var auðveldlega fundin lausn á því. Einnig vildi ég ná fram einni heild, tengja eldhúsið við stofuna og borðstofuna og hafa þetta eitt rými. Ég er ofboðslega ánægð, en þetta tókst rosalega vel,“ segir húsfreyjan, en hvað hafði fjölskyldan að leiðarljósi þegar rýmið var hannað?

Borðpláss er mikið og gott, en húsfreyjan hefur gaman af ...
Borðpláss er mikið og gott, en húsfreyjan hefur gaman af bakstri og eldamennsku. Eggert Jóhannesson

„Ég vildi hafa smá hreyfingu í innréttingunni og vildi ekki hafa áferðina á öllum skápum alveg slétta. Við notuðum því reykta eik í innréttinguna, en vildum halda í birtuna og tókum því hvíta efri skápa. Þetta er gamalt hús og mér finnst passa vel að hafa innréttinguna ekki hvíta og háglansandi. Einnig langaði mig ekki að hafa heilan vegg með skápum,“ segir húsfreyjan, en aðspurð hvað sé mikilvægast í vel skipulögðu eldhúsi stendur ekki á svörum:

„Gott borðpláss, það er númer eitt, tvö og þrjú. Ég lagði út með það að ég fengi gott borðpláss. Eyjan er bara eitt stórt borðpláss, en ég vildi ekki hafa helluborðið þar og háf yfir. Ég elda og baka mjög mikið, þannig að ég vildi hafa hreint borð þar sem ég gæti unnið. Ég elska eyjuna mína. Hún er þokkalega stór, en ég teygði hana eins langt og ég gat,“ játar húsfreyjan og bætir við að fjölskyldunni þyki notalegt að eyða tíma í eldhúsinu.

 „Já, við eyðum miklum tíma í þessu sameiginlega rými. Neðri hæðin samanstendur meira og minna af stofu og eldhúsi. Við erum mjög mikið þar, en það má með sanni segja að þetta sé hjarta heimilisins.“

Rýmið er bjart og notalegt.
Rýmið er bjart og notalegt. Eggert Jóhannesson
Eldhús og borðstofa mætast í opnu rými.
Eldhús og borðstofa mætast í opnu rými. Eggert Jóhannesson
Smáhlutirnir eiga sinn stað.
Smáhlutirnir eiga sinn stað. Eggert Jóhannesson
Helga Sigurbjarnadóttir sá um hönnun eldhússins.
Helga Sigurbjarnadóttir sá um hönnun eldhússins. Kristinn Magnússon
mbl.is

Svona veistu hvort hann sé skotinn í þér

Í gær, 22:34 Segir þú brandara og hin manneskja hlær og finnst þú vera fyndin? Ef svo er er líklegt að manneskja laðist að þér. Þetta er fljótleg leið til að komast að því hvort fólk sé hrifið af manni eða ekki. Samkvæmt rannsóknum virkar hún líka. Meira »

Kjólaveisla á rauða dreglinum í Cannes

Í gær, 19:34 Stjörnurnar keppast um að mæta í flottasta dressinu á rauða dregilinn í Cannes þessa dagana. Á meðan sumar velja að fara í fallega og elegant kjóla taka aðrar áhættu og mæta í stuttum og flegnum kjólum. Meira »

18 milljóna demantshringur í Costco

Í gær, 16:34 Ætlar þú að biðja unnustu þinnar á næstunni og vantar hring? Ef þig langar til að vera mesti greifi landsins þá er Smartland búið að finna rétta hringinn. Það er að segja ef þú átt 18 milljónir á lausu. Meira »

„Einmanaleikinn er að buga mig“

Í gær, 14:21 Íslenskur maður um þrítugt berst við mikla höfnun sem kallar á mikinn einmanaleika. Hvað er til ráða?   Meira »

Þóra og Melania báðar í svörtu

Í gær, 11:21 Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benediktssonar, og Melania Trump voru báðar svartklæddar á fundi í Brussel.   Meira »

Kjarneplið skráð fyrir 100 milljóna eign

Í gær, 10:00 Kjarneplið ehf. sem stofnað var af Sturlu Míó Þórissyni er skráð fyrir húseigninni Sólvallagötu 16, sem stendur við hlið 459 fm einbýlis Andra Más Ingólfssonar. Meira »

Vilja menn sem líkjast bræðrum sínum

í fyrradag Konur vilja ekki menn sem líkjast feðrum sínum heldur bræðrum sínum samkvæmt nýrri rannsókn. Á þetta við um þig?  Meira »

Sex hlutir sem gerast ef þú sefur ekki nóg

Í gær, 07:00 Svefn er lífsnauðsynlegur og hefur áhrif á ótrúlega margt í líkamsstarfseminni. Margir halda að það sé allt í lagi að sofa bara sex klukkutíma en bara það að sofa minna en sjö tíma getur til dæmis aukið líkur á offitu. Meira »

Sjálfsfróun á blæðingum bætir heilsuna

í fyrradag Margar konur sleppa því að stunda sjálfróun á blæðingum. Þær ættu ekki hins vegar ekki að vera hræddar við það og margt sem bendir til þess að það gæti verið ánægjulegri upplifun en vanalega. Meira »

Stór blóm með sterka liti

í fyrradag Sigríður hjá Gróðrarstöðinni Mörk segir að kenningar séu til um að tískan í blómunum haldist í hendur við fatatískuna. Sólbrúður, hortensía og hengibrúðarauga ættu að prýða marga garða í sumar. Meira »

Verönd og útsýni fyrir allan peninginn

í fyrradag Jeff Bridges seldi nýlega hús sitt í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Arkitektúr hússins er innblásinn af Toskana-stíl. Nóg af útivistarverum er við húsið og örugglega frábært að njóta kvöldsólarinnar þar. Meira »

Kjóllinn sem spariguggurnar slást um

í fyrradag Brúðkaup ársins í Bretlandi var án efa þegar Pippa Middleton gekk að eiga James Matthews. Spariklæddir gestir í streymdu í brúðkaupið en þar á meðal var Aldís Kristín Firman Árnadóttir. Aldís klæddist bláum Margot kjól frá Roksanda. Við kjólinn var hún í húðlituðum sokkabuxum og húðlituðum skóm. Meira »

Fékk alveg frjálsar hendur

í fyrradag Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður fékk það verkefni að hanna 12 fm baðherbergi í nýlegu húsi. Húsið var tilbúið til innréttinga þegar hún var ráðin í verkið síðasta vor. Steinn mætir speglum og er svarti liturinn áberandi. Meira »

Átti að svelta sig fyrir tískusýningu

24.5. Dönsku fyrirsætunni Ulrikke Louise Lahn Høyer var sagt að svelta sig í sólahring fyrir tískusýningu Louis Vuitton sem hún var bókuð á. Høyer stalst til að fá sér morgunmat og að lokum fékk hún ekki að taka þátt í sýningunni. Meira »

Dúndrandi teiti í Hvalasafninu

í fyrradag Það var stemning í Hvalasafninu þegar Hvalapartý ársins var haldið þar á bæ. Boðið var upp á nóg af vatni og víni, Sirkus Íslands, Dj Viðar & Dýrið og svo var happdrætti. Meira »

Andri Már stendur í stórræðum

24.5. Andri Már Ingólfsson stendur í miklum framkvæmdum við fjórlyft hús sitt við Sólvallagötu 14 í Reykjavík. Þetta er ekki eina húsið sem hann á í götunni því hann er einnig skráður eigandi fyrir Sólvallagötu 2. Meira »