Gott borðpláss númer eitt, tvö og þrjú

Neðri skáparnir eru úr reyktri eik.
Neðri skáparnir eru úr reyktri eik. Eggert Jóhannesson

Í notalegu húsi í smáíbúðahverfinu hefur lítil fjölskylda komið sér vel fyrir. Hjónakornin létu nýverið byggja við húsið þar sem nú er að finna draumaeldhúsið. Innanhússarkitektinn Helga Sigurbjarnadóttir var hjónunum til halds og trausts og er heimilisfólkið sérlega ánægt með afraksturinn.

„Það var frábært að vinna með Helgu, hún hlustar á mann og tekur ekki fram fyrir hendurnar á manni. Ég var með ákveðnar hugmyndir og var búin að skoða innréttingar á netinu sem sem mig langaði í. Ég vildi fá gott borðpláss, fullt af skápaplássi og það var auðveldlega fundin lausn á því. Einnig vildi ég ná fram einni heild, tengja eldhúsið við stofuna og borðstofuna og hafa þetta eitt rými. Ég er ofboðslega ánægð, en þetta tókst rosalega vel,“ segir húsfreyjan, en hvað hafði fjölskyldan að leiðarljósi þegar rýmið var hannað?

Borðpláss er mikið og gott, en húsfreyjan hefur gaman af ...
Borðpláss er mikið og gott, en húsfreyjan hefur gaman af bakstri og eldamennsku. Eggert Jóhannesson

„Ég vildi hafa smá hreyfingu í innréttingunni og vildi ekki hafa áferðina á öllum skápum alveg slétta. Við notuðum því reykta eik í innréttinguna, en vildum halda í birtuna og tókum því hvíta efri skápa. Þetta er gamalt hús og mér finnst passa vel að hafa innréttinguna ekki hvíta og háglansandi. Einnig langaði mig ekki að hafa heilan vegg með skápum,“ segir húsfreyjan, en aðspurð hvað sé mikilvægast í vel skipulögðu eldhúsi stendur ekki á svörum:

„Gott borðpláss, það er númer eitt, tvö og þrjú. Ég lagði út með það að ég fengi gott borðpláss. Eyjan er bara eitt stórt borðpláss, en ég vildi ekki hafa helluborðið þar og háf yfir. Ég elda og baka mjög mikið, þannig að ég vildi hafa hreint borð þar sem ég gæti unnið. Ég elska eyjuna mína. Hún er þokkalega stór, en ég teygði hana eins langt og ég gat,“ játar húsfreyjan og bætir við að fjölskyldunni þyki notalegt að eyða tíma í eldhúsinu.

 „Já, við eyðum miklum tíma í þessu sameiginlega rými. Neðri hæðin samanstendur meira og minna af stofu og eldhúsi. Við erum mjög mikið þar, en það má með sanni segja að þetta sé hjarta heimilisins.“

Rýmið er bjart og notalegt.
Rýmið er bjart og notalegt. Eggert Jóhannesson
Eldhús og borðstofa mætast í opnu rými.
Eldhús og borðstofa mætast í opnu rými. Eggert Jóhannesson
Smáhlutirnir eiga sinn stað.
Smáhlutirnir eiga sinn stað. Eggert Jóhannesson
Helga Sigurbjarnadóttir sá um hönnun eldhússins.
Helga Sigurbjarnadóttir sá um hönnun eldhússins. Kristinn Magnússon
mbl.is

Sindri og Sigrún í huggulegu kaffiboði

19:50 Sindri Sindrason og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir létu sig ekki vanta þegar Nespresso bauð í kaffiveislu á Hilton Nordica. Boðið var upp á hvern fína kaffidrykkinn á fætur öðrum áður en glæsilegur matur var borinn á borð. Meira »

Jón Gunnar og Fjóla selja íbúðina

16:50 Jón Gunnar Geirdal og Fjóla Katrín Steinsdóttir hafa sett íbúð sína við Rjúpnasali á sölu. Smartland fylgdist með því á sínum tíma þegar Arnar Gauti tók svefnherbergi þeirra í gegn. Meira »

Breyttu um stíl og lituðu hárið ljóst

13:54 Það getur gert heilmikið fyrir fólk að lita á sér hárið. Stjörnur á borð við Slelenu Gomez, Rihönnu og Kim Kardashian hafa allar einhvern tímann litað hárið ljóst. Meira »

Glæsilegt konukvöld Pennans

09:54 Það var vel mætt í verslun Pennans í gær þegar konukvöld var haldið í versluninni. Sigga Kling og Sólrún Diego krydduðu boðið. Meira »

10 atriði sem hamingjusöm pör gera

08:00 Stundum fer það eftir því hvernig við högum okkur í ástarsamböndum hvernig rætist úr sambandinu. Ákveðin atriði einkenna fólk sem er í hamingjusömu sambandi. Meira »

Innlit í indverskan draum

Í gær, 23:59 Á Indlandi standa mörg glæsihýsi, hér er litið inn í glæsilegt hús á Indlandi með svefnherbergi sem hæfir Elísabetu Enlandsdrottningu. Meira »

Í mótlæti lífsins átt þú alltaf val!

í gær „Ég mun aldrei gleyma viðhorfum móður minnar frá því hún greindist með krabbamein þar til hún lést. 9 mánaða tímabil. Ég var á lokaári í háskólanámi og áfallið hennar var mér líka áfall. Ég varð að standa mína plikt og gerði það sem ég kunni. Verð að viðurkenna að ég setti tilfinningarnar og sársauka í frystikistuna. Hvort sem það var rétt eða rangt á þeim tíma. Ábyggilega rangt. Verið að vinna úr þeim sl. 2 ár!“ Meira »

Gifti sig í strigaskóm

Í gær, 21:00 Tennisstjarnan Serena Williams er vön því að vera í strigaskóm. Þökk sé síðum brúðarkjól sást ekki í strigaskóna sem hún var í þegar hún gekk upp að altarinu. Meira »

Köld sturta leynivopn Miröndu Kerr

í gær Ofurfyrirsætan Miranda Kerr er mikill fegurðarsérfræðingur. Aðferð hennar til þess að líða vel og auka orkuna er síður en svo dýr. Meira »

Íslensk kona er ósátt eftir lýtaaðgerð

í gær „Ég fór í dýra augnloka aðgerð hjá lýtalækni fyrir tveimur árum, sem í stuttu máli lagði líf mitt í rúst. Til stóð að fjarlægja slappa og þreytulega húð, bæði yfir og undir augunum. Eftir þá aðgerð sit ég uppi með MJÖG áberandi og ljót ör - skurðirnir eru mjög sýnilegir undir augunum og allt svæðið umhverfis augun er eldrautt - langt út á gagnaugu.“ Meira »

Byggði sitt eigið hús út frá Pinterest

í gær Diane Keaton kann ekki bara að leika heldur líka að hanna. Keaton er mikil áhugamanneskja um hús og hönnun og notaði hún Pinterest við hönnun á nýja húsinu sínu. Meira »

Kanill hjálpar í baráttunni við aukakílóin

í gær Kanill á morgumatnum, kanill í kökur, kanill í kaffið. Allt er þetta jákvætt enda hraðar kryddið efnaskiptunum í mannslíkamanum. Meira »

10 atriði sem drepa kynhvötina

í fyrradag Ef það er lítið að frétta í kynlífinu gæti það verið vegna þess að kynhvötin er ekki eins mikil og hún er vön að vera. Ýmsar ástæður geta minnkað kynhvötina. Meira »

Klæðist Goat eftir að kúlan fór að stækka

22.11. Katrín hertogaynja hefur sést í bæði nýjum og gömlum fötum frá breska fatamerkinu Goat eftir að óléttukúlan fór að vekja athygli. Fatamerkið er þó ekki sérstakt meðgöngumerki. Meira »

Skvísurnar fjölmenntu í hreingerningarteiti

22.11. Það var fullt út úr dyrum á Hverfisbarnum þegar Sólrún Diego fagnaði útkomu bókar sinnar. Í bókinni er að finna bestu hreingerningarráð allra tíma. Meira »

Fimm atriði sem einkenna heimili sem heilla

22.11. Það tekur gesti aðeins hálfa mínútu að mynda sér skoðun á heimili. Það skiptir því máli að það fyrsta sem tekur á móti fólki sé til fyrirmyndar. Meira »

Urðu ástfangin á netinu

22.11. Íris Björk Óskarsdóttir-Veil kynntist eiginmanni sínum, Bandaríkjamanninum Joel Vail, á netinu. Tæp tvö ár eru síðan þau kynntust en þau giftu sig í haust þegar Íris Björk flutti til Bandaríkjanna. Meira »

Makinn er fastur í kláminu

22.11. „Hjónabandið er í molum, makinn er á klámsíðum um allan heim og spjallar við konur á einkaskilaboðum og á Facebook. Hann lofar og lofar að láta af þessu en bætir frekar í en að minnka og er fráhrindandi við mig,“ segir íslensk kona. Meira »

Fólk sem skreytir snemma er hamingjusamara

22.11. Sífellt fleiri skreyta snemma. Þeir sem eru enn með jólaseríurnar ofan í geymslu ættu að henda þeim upp enda fólk sem skreytir snemma hamingjusamara en aðrir. Meira »

Heldur fram hjá með sínum fyrrverandi

21.11. „Kynlífið er hins vegar ömurlegt. Ég vil láta stjórna mér en ég þarf alltaf að stíga fyrsta skrefið. Ég þarf alltaf að byrja kynlífið og stjórna hraðanum og koma með hugmyndir.“ Meira »