7 skref í átt að alsælu

Svartar innihurðir koma vel út í þessu rými við fiskibeinaparket …
Svartar innihurðir koma vel út í þessu rými við fiskibeinaparket og hvítmálaða veggi. mbl.is/StockPhotos

Svartar innihurðir þykja ansi heillandi enda geta þær gjörbreytt rýminu. Með því að lakka hurðirnar svartar er hægt að skapa mikla stemningu og fær húsnæðið allt annað yfirbragð.

Sú sem hér skrifar er mikill aðdáandi svartra innihurða og hefur gert töluvert af því að lakka þær (eða látið gera það fyrir sig).

Ef þú vilt fá svartar innihurðir þarftu að gera upp við þig hvort hurðirnar eiga að vera mattar eða glansandi. Síðustu tvö ár eða svo hefur lakk með 50% gljáa verið töluvert vinsælt en nú virðist glansinn vera að koma inn aftur. Ef þú ert með mattar innihurðir en langar í glansandi má alltaf fara yfir þær með glæru háglansandi lakki.

Hinar hefðbundnu eikar-seventís innihurðir fá algerlega nýtt yfirbragð þegar búið er að mála þær. Og þá er ég að tala um að þær séu málaðar ásamt gereftum og öllu tilheyrandi. Gamlar fulningahurðir eru líka guðdómlegar þegar búið er að lakka þær í svörtu. Í hinum evrópska stíl (þar sem Skandinavía mætir Frakklandi) koma svartar innihurðar mjög sterkar inn. Svartar innihurðir á móti hvítum háglansandi veggflísum og munstruðum gólfflísum er guðdómleg blanda. Tala nú ekki um þegar örlitlu brassi er bætt við í formi blöndunartækja eða hurðarhúna. Svartar innihurðir fara líka vel við fiskibeinaparket og hvíta veggi.

Svört innihurð á móti litlum frönskum flísum og munstruðu baðgólfi.
Svört innihurð á móti litlum frönskum flísum og munstruðu baðgólfi. mbl.is/StockPhotos

En hvað þarftu að hafa í huga ef þú ætlar að lakka innihurðirnar?

Jú, fyrst og fremst þarftu að gera það upp við þig hvort þú hafir tíma og nennir þessu. Þetta er nefnilega vesen og getur tekið töluverðan tíma. Ég tala af reynslu en er á því að þetta sé alltaf þess virði. Jafnvel þótt heimili þitt hafi að geyma níu innihurðir. Þegar þú ert búin/n að gera upp við þig hvort þú nennir þá er næsta mál á dagskrá að taka hurðirnar af og pússa þær upp. Gott er að nota einhverskonar græju sem flýtir fyrir.

Þegar þú ert búin/n að pússa hurðirnar upp þarftu að grunna þær. Það er lykilatriði (annars flagna þær og húsráðandinn verður þunglyndur). Best er að grunna þær með lakkrúllu þannig að áferðin verði jöfn.

Þegar búið er að grunna þær er gott að renna aðeins yfir með sandpappír áður en hurðirnar eru lakkaðar.

Nú tekur við þolinmæðisverk þar sem þarf að fara eina umferð af lakki, láta það þorna, pússa létt yfir og fara þá aðra umferð. Þú þarft í flestum tilfellum að fara tvær umferðir með lakki og mögulega þrjár og jafnvel fjórar.

Þegar hurðirnar eru tilbúnar þarftu að lakka gereftið með sama hætti.

Svona í blálokin eru hurðirnar festar aftur á, hurðarhúnn skrúfaður á og það sem eftir er getur þú dáðst að þessari fegurð. Það er nefnilega fátt fallegra en vel lakkaðar innihurðir og svo er mjög valdeflandi að geta montað sig af verksvitinu við alla sem heimsækja þig.

Svart við svart.
Svart við svart. mbl.is/StockPhotos
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál