Kjarneplið skráð fyrir 100 milljóna eign

Sólvallagata 16.
Sólvallagata 16. mbl.is/MM

Kjarneplið ehf. sem stofnað var 2012 af Sturlu Míó Þórissyni er skráð fyrir húseigninni Sólvallagötu 16, sem stendur við hlið 459 fm einbýlis Andra Más Ingólfssonar forstjóra Primera Air Nordic. Eins og kom fram í frétt á Smartlandi stendur Andri Már í miklum framkvæmdum. 

Kjarneplið ehf. keypti húsið við Sólvallagötu 16 árið 2013. Um er að ræða 238 fm einbýli og er fasteignamat þess 98 milljónir. Húsið var hvítt að lit en hefur nú verið málað rústrautt. Húsið var áður í eigu Ara Fenger og Helgu Lilju Gunnarsdóttur. Smartland fjallaði um húsið þegar það fór á sölu. Ásett verð á húsið var 120 milljónir 2013. 

Kjarneplið er fyrirtæki sem starfar í tónlistarbransanum og var valið yngsta framúrskrandi fyrirtæki ársins 2015

„Við kaupum aldrei neitt nema hafa efni á því. Við höfum verið dugleg að safna,“ sagði Sturla Míó Þórisson í viðtali við Viðskiptablaðið árið 2015. 

Svona leit eldhúsið út árið 2013.
Svona leit eldhúsið út árið 2013.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál