Byggingar sem minna á hluti

Byggingar þurfa ekki alltaf að vera í formi venjulegs húss.
Byggingar þurfa ekki alltaf að vera í formi venjulegs húss. samsett mynd

Arkitektúr húsa getur verið alls konar en oftast á hönnunin það sameiginlegt að líkjast formi sem við tengjum við hús. Það þarf þó ekki alltaf að vera svoleiðis og mætti nefna Frelsisstyttuna í New York í því samhengi. Architectural Digest tók saman nokkrar byggingar sem minna á aðra hluti en hús. 

Binoculars-byggingin í Los Angeles

Frank Gehry teiknaði þessa byggingu en kíkirinn sem hún dregur útlit sitt af er flottur. 

skjáskot/Wikipedia

Basket-byggingin í Ohio

Byggingin sem er eins og karfa var kláruð árið 1997 og hýsir fyrirtæki. 

skjáskot/Wikipedia

Lucy the Elephant í New Jersey

Fíllinn Lucy er sex hæða bygging sem var byggð sem aðdráttarafl í New Jersey árið 1881.  

Cabazon Dinosaurs í Kaliforníu 

Um er að ræða tvær risaeðlur sem voru byggðar sem aðdráttarafl fyrir nálæga veitingastaði. Byggingin hýsir nú safn og gjafavöruverslun. 

skjáskot/Wikipedia
The Teapot Dome Service Station í Washington
Teketillinn var byggður sem bensínstöð árið 1922. 
skjáskot/Wikipedia

The High-Heel Wedd­ing Church í Taív­an 

Kirkj­an sem lít­ur út eins og hæla­skór mun ekki opna fyrr en á næsta ári en í henni munu brúðkaups­at­hafn­ir fara fram. 

skjáskot/Wikipedia

Sanrio Straw­berry Hou­se í Tókýó

Þetta sér­staka jarðarberja­laga hús var byggt árið 1984 sem búð fyr­ir fyr­ir­tækið sem bjó meðal ann­ars til Hello Kitty. 

skjáskot/Architectural Digest

The Hood Milk Bottle í Bost­on

Mjólk­ur­flask­an var byggð sem ísbúð en var árið 1977 gef­in á Barna­safn Bost­on. 

skjáskot/Architectural Digest
skjáskot/Architectural Digest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál