Himnasending fyrir föndrara

Ert þú þessi myndarlega týpa sem ert alltaf að búa til eitthvað fallegt? Ef svo er þá áttu eftir að verða himinlifandi. Því í lok ágúst opnar Ponduro Hobby verslun í Smáralind. Verslunin er í eigu A4 en verkefnastjóri Panduro á Íslandi er Vala Magnúsdóttir. 

„Panduro Hobby er draumaverslun föndrarans og þar má finna allt sem þarf til föndurgerðar. Metnaður Panduro Hobby liggur í gleðinni við að skapa og búa til eitthvað skemmtilegt með höndunum. Í Panduro Hobby finnur þú m.a. efni fyrir kortagerð, efni fyrir skartgripagerð, pappírsföndur, málningu, liti, garn og föndur fyrir börnin svo eitthvað sé nefnt,“ segir Vala. 

Í nútímasamfélagi þar sem allt gengur út á tölvu má velta fyrir sér hvort föndur sé á undanhaldi. Vala segir svo alls ekki vera. 

„Tölvur eru mjög gagnlegar við föndurgerð því þar er hægt að sækja hugmyndir, uppskriftir og leiðbeiningar hvernig fólk getur gert hlutina sjálft. Youtube, Pinterest, facebook er fullt af innblæstri sem er að skapa hin ýmsu æði. Nýlegasta dæmið er slímæðið.  En fjöldi barna er búið að kaupa upp allar límbyrgðir í landinu í slímframleiðslu sína,“ segir Vala og bætir við: 

„Þetta æði fór ekki fram hjá Panduro og komu þeir þá með barnvænni leið til að búa til slím sem er ekki með ýmsum efnum sem geta verið skaðleg húðinni og ekki hugsuð fyrir börn. Panduro nýtir sér þessar miðla og býr til mikið af skemmtilegum kennslumyndböndum með sínum vörum, en Panduro hannar og framleiðir sýnar eigin vörulínur ásamt því að vinna með fjölda þekktra vörumerkja,“ segir hún. 

Vala segir að það sé mikilvægt að staldra við og gera eitthvað skemmtilegt með börnunum sínum og þá sé föndur tilvalin leið til skemmtunar fyrir alla fjölskylduna. Skoðaðu myndböndin hér fyrir neðan og fáðu góðar hugmyndir. 





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál