Paradís eftir Rut Káradóttur

Innanhússarkitektinn Rut Káradóttir hannaði þessa smekklegu íbúð í Skuggahverfinu og var ekkert til sparað. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar hjá Trésmiðjunni Beiki og er dökkbæsuð eik notuð í innréttingar. Á gólfum eru flísar og gegnheil olíuborin eik. 

Íbúin er 178 fm að stærð og er á 15. hæð hússins og er eldhúsið í hjarta þess. Í eldhúsinu er risastór eyja með stálhálf og innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Á borðplötunum er Stone italiana frá S. Helgasyni. 

Til suðurs frá eldhúsi er gengið út á rúmgóðar um 13 fm suðvestur-útsýnissvalir með svalalokun og góðum föstum hitara.

Eldhúsið er opið inn í stofu og borðstofu og er ómótsæðilegt út úr íbúðinni. Fólk sem elskar baðferðir og vill hafa gott pláss fyrir fötin sín á eftir að heillast af hjónaherberginu en inn af því er rúmgott baðherbergi og fataherbergi. Á baðherberginu er baðkar úti á gólfi, sturta, fallegar innréttingar og speglaskápar. Hægt er að labba úr á svalir úr hjónaherberginu. 

Af fasteignavef mbl.is: Vatnsstígur 16-18

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál