Hvernig er hægt að bjarga forstofunni?

Sesselja Thorberg, sem rekur fyrirtækið Fröken Fix, svarar spurningum lesenda. Hér er hún spurð að því hvað sé hægt að gera við pínulitla forstofu. 

Sæl Sesselja,

nú bregð ég á það ráð að láta á það reyna að senda þér spurningu með von um fljótleg svör.

Ég er algjörlega hugmyndasnauð hvað varðar forstofuna hjá mér.

Ég bý í gömlu húsi í Vesturbænum og eins og þau eru oft þá er forstofan mjög lítil. Það er ekki pláss fyrir neitt að mér finnst! Frammi í holinu eru góðar hirslur svo ég er ekki endilega að leita lausna vegna þess, heldur langar mig bara að fá einhverja skemmtilega lausn, sem er auðvelt að útfæra og helst hægt að tylla sér aðeins niður og reima skóna. Ég er auðvitað búin að skoða þetta á netinu en finn ekkert sem hæfir minni íbúð. Getur þú gefið mér einhverjar hugmyndir!

Bestu kveðjur,

húsmóðir úr Vesturbænum.

Sæl og blessuð „húsmóðir úr Vesturbænum“

Þú talar reyndar ekki um hvernig forstofan er, hvort að hún sé flísalögð, hvort forstofuhurð sé til staðar en hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir. Ég hef sjálf útfært ýmsar útgáfur af þessum ljósmyndum og þú ættir svo sannarlega að geta gert það líka. Samt sem áður.

  • Ef þú getur þá finnst mér alltaf mjög skemmtilegt að setja annað hvort töff veggfóður eða töff flísalögn. Það getur breytt öllu!
  • Tilbúnar einingar geta verið skemmtilegar – sérstaklega að breyta þeim aðeins, setja óvenjulegar höldur eða jafnvel láta sníða sessu ofan á þær.
  • Láttu jafnvel sérsníða spegil sem nær yfir stórt svæði og er límdur á vegginn (án ramma) eða jafnvel fáðu þér spegil með litaðri filmu eins og brúnni, kopar eða blárri. Flestar speglaverslanir eru með úrval af slíkum lausnum. 
  • Ljóskastari sem lýsir upp veggina – forðastu ljóskúpla í lengstu lög í forstofunni – þeir gera ekkert fyrir rýmið.
  • Snagar sem eru sterkir en smart
  • Hirsla – jafnvel bekkur sem hægt er að opna setuna á fyrir allt leikdótið frá krökkunum

Vona að þetta komið þér af stað!

kveðja, Fröken Fix

Liggur þér eitthvað á hjarta eða þarftu hjálp? Sendu póst á Fröken Fix HÉR.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál