Nýir straumar í innanhússhönnun

Það ber mikið á nýjum straumum í innanhússhönnun um þessar mundir. Veggir eiga helst ekki að vera hvítmálaðir heldur hafa bláir og gráir tónar verið áberandi. Nú er grænblái liturinn hinsvegar að koma sterkur inn eins og sést á þessari huggulegu íbúð sem er í Kænugarði.

Hvert einasta smáatriði í íbúðinni er hannað og til þess að nýta plássið sem best er svefnherbergi stúkað af með glerveggjum.

Glerveggirnir eru í raun stálgrind sem er klædd með gleri og svo er hurð á meistarastykkinu svo hægt sé að labba á milli herbergja. Þetta gerir það að verkum að birtan flæðir um íbúðina þó svo að um sé að ræða annað herbergi.

Slíkir glerveggir hafa verið að komast í móð á Íslandi og hefur Rut Káradóttir innanhússarkitekt notað slíkar lokanir í nokkur verka sinna.

Í íbúðinni í Kænugarði er ekki bara flottur glerveggur heldur eru veggir málaðir í djúpum sægrænum lit.

Innihurðirnar eru einnig lakkaðar í sama lit. Kemur þetta sérstaklega vel út á móti viðarhúsgögnunum sem prýða íbúðina. Þar má líka sjá hringlaga spegil sem er hafður fyrir ofan skenk nokkurn í stofunni en þar eru líka hugguleg glerljós. Eins og sjá má er hver fm nýttur til fulls án þess að íbúðin verði draslaraleg. Þeir sem hyggjast nota sumarfríið til að taka aðeins til hjá sér ættu að geta fengið fullt af góðum hugmyndum í þessari huggulegu íbúð.

Hér sést hvernig innihurðarnar eru lakkaðar í sama lit.
Hér sést hvernig innihurðarnar eru lakkaðar í sama lit.
Hér má sjá hönnun Rutar Káradóttur innahússarkitekts.
Hér má sjá hönnun Rutar Káradóttur innahússarkitekts.
Hér er glerveggur í huggulegu húsi í Amsterdam.
Hér er glerveggur í huggulegu húsi í Amsterdam.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál