Sófinn er ekki mikilvægasta stofuhúsgagnið

Stofuborðið gleymist stundum þegar stofan er innréttuð.
Stofuborðið gleymist stundum þegar stofan er innréttuð. mbl.is/Thinkstockphotos

Það húsgagn sem er notað mest á eftir rúminu er oft sófinn og því ekki skrítið að það sé fyrsta húsgagnið sem fólk hugsar um þegar það innréttar stofuna sína. En það eru ekki allir sammála um að sófinn sé mikilvægasti hluturinn í stofunni. Sófaborðið er nefnilega það húsgagn sem fólk ætti að pæla vel í. 

Sófaborðið er sá staður sem fólk situr í kring um og skapar oft ákveðna miðju í stofunni. Fólk getur einnig sett mikinn og persónulegan stíl á stofuborðið með persónulegum og skemmtilegum munum. Hér eru nokkur dæmi um fallega skreytt stofuborð. 

Fallegar bækur eru vinsælar á stofuborðum. Fallegt er að raða …
Fallegar bækur eru vinsælar á stofuborðum. Fallegt er að raða einhverju ofan á bækurnar sem liggja uppi á borðinu. ljósmynd/Pinterest
Plöntur og kerti eru falleg á stofuborðum.
Plöntur og kerti eru falleg á stofuborðum. ljósmynd/Pinterest
Bakkar eru vinsælir og tilvalið að raða kertum og persónulegum …
Bakkar eru vinsælir og tilvalið að raða kertum og persónulegum munum á þá. ljósmynd/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál