Yfirhönnuður Geysis selur íbúðina

Erna Einarsdóttir, yfirhönnuður hjá Geysi, hefur sett glæsilega íbúð sína á sölu. Erna hefur næmt auga fyrir því hvernig best er að raða saman hlutum og eins og sést á myndunum hefur það heppnast vel. 

Íbúðin er við Barónsstíg í 101 Reykjavík. Hún er 111 fm að stærð og var húsið byggt 1932. 

Nýlega var skipt um eldhúsinnréttingu í íbúðinni og er nú grá innrétting með fulningahurðum. Á milli skápa eru hvítar háglansandi flísar. Í eldhúsinu eru sniðugar lausnir. Þar er til að mynda laus eyja sem hægt er að hafa hvar sem er í rýminu. Það getur verið hentugt að geta fært eyjuna til. 

Af fasteignavef mbl.is: Barónsstígur 65

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál