Íris í Vera Design selur glæsiíbúð

Íris Björk Tanyja Jónsdóttir hefur sett glæsilega íbúð sína við Strandveg í Garðabæ á sölu. Íris rekur fyrirtækið Vera Design sem framleiðir fallega skartgripi, meðal annars hring með æðruleysisbæninni. 

Íbúð Írisar er 119 fm og stendur í húsi sem byggt var 2005. Íbúðin er rúmgóð, opin og björt með fallegum eikar-innréttingum. 

Íris var stórtæk í fasteignaviðskiptum fyrir hrun en hún byggði húsið við Sunnuflöt 48 sem er 932 fm að stærð. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen, keypti húsið árið 2015 en í millitíðinni var það í eigu Arnars Sölvasonar og Hildar Gunnlaugsdóttur. Halldór keypti grunninn að húsinu og kláraði það en það er í dag eitt af dýrustu húsum Garðabæjar en fasteignamat þess er 230 milljónir. 

Af fasteignavef mbl.is: Strandvegur 21

Íris Björk Tanyja Jónsdóttir, eigandi Vera Design.
Íris Björk Tanyja Jónsdóttir, eigandi Vera Design. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál