Sjáið skreytingarnar í brúðkaupinu

María ásamt meðeigenda sínum Thelmu Björk Norðdahl sá um skreytingar …
María ásamt meðeigenda sínum Thelmu Björk Norðdahl sá um skreytingar fyrir brúðkaup Arons og Kristbjargar mbl/samsett

María Másdóttir, eigandi Blómahönnunar, sá um skreytingar fyrir brúðkaup Kristbjargar Jónasdóttur og Aron Einars Gunnarssonar sem haldið var á Korpúlfsstöðum seinustu helgi.

Hönnun og hugmyndavinna fyrir skreytingarnar byrjuðu um átta mánuðum fyrir brúðkaupið og vann María og teymið hennar náið með parinu til að finna út hvers skonar skreytingar þau vildu.

„Þau gáfu okkur soldið frjálsar hendur með hönnunina,“ sagði María. „Kristbjörg kom hérna nokkrum sinnum og þannig fengum við tilfinninguna fyrir hvað hún vildi sem er lang mikilvægast.“

Blömvöndinn fékk María, ásamt Blómahönnunar teymi sínu, að hanna með frjálsum höndum út frá kjól brúðarinnar. „Ég held að hún hafi bara treyst okkur því hún hafði séð hvað við höfum gert,“ sagði María. María er ekki óvön að skreyta fyrir stórbrúðkaup en hún sá meðal annars um skreytingarnar fyrir brúðkap Viktoríu krónprinsessu árið 2010.

Borðin í veislunni voru skipt upp í þrjár mismunandi skreytingar með fallegum skrautmunum fyrir miðju. Ein skreytinging innihélt  fimm eða sjö arma kertstjara sem voru 1.20 cm á hæð með láar skreytingar í kring, önnur hafði stóran glerblómavasa með Swarovski kristöllum og perlum og síðan var ein skreyting með strútsfjöðrum.

„Salurinn sem þau voru með er mjög hrár og þessvegna spiluðum við svolítið á háar og láar skreytingar til að fá skemmtilegt líf í salinn,“ sagði María.

María notaði mest allt blóm sem eru í blóma á þessum árstíma eins og Hortensíur, Orkideur og Rósir en öll blómin voru hvít nema þau sem brúðameyjarnar voru með, þau voru ferkjulituð í stíl við kjólana þeirra.   

Í brúðkaupinu voru rúmlega 200 gestir að sögn Maríu. 

Blómahönnun mun sjá um skreytingar fyrir mikið af brúðkaupum í sumar segir María og er mikið verið að biðja um skreytingar í svipuðum stíl og brúðkaup Kristbjargar og Arons. „Mér finnst rosalega mikið í sumar verið að biðja um hvítt, silfrað og grænt. Svona rómantískt,“ sagði hún. Hún bætti við að naumhyggjan sé hægt og rólega að hverfa og þær séu byrjaðar að nota mikið til að krydda uppá hana.

María og hennar teymi eru dugleg að fara á blómasýningar og sækja innblástur frá tískublöðum en það mikilvægasta segir hún er að lesa brúðurina. 

Hönnunin á skreytingunum var rosalega smart
Hönnunin á skreytingunum var rosalega smart mbl/facebook
Blómaskreyting úr brúðkaupinu með glervasa, perlum og Swarovski kristöllum
Blómaskreyting úr brúðkaupinu með glervasa, perlum og Swarovski kristöllum mbl/facebook
Annað sjónarhorn frá skreytingum í veislunni
Annað sjónarhorn frá skreytingum í veislunni mbl/facebook
mbl/facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál