Gamla íbúð Jóns Ásgeirs lækkar í verði

Íbúðin er öll sú glæsilegasta.
Íbúðin er öll sú glæsilegasta. samsettmynd/Kristinn Invarsson, corcoran.com

Íbúð sem Jón Ásgeir Jóhannesson átti í New York er komin niður í rúmar 900 milljónir. Það verð er töluvert lægra en það sem Jón Ásgeir seldi hana á árið 2011.

Samkvæmt Curbed New York var það íslenskur athafnamaður sem keypti íbúðina af Jóni Ásgeiri á 22 milljónir dollara árið 2011 sem eru 2,3 milljarðar á núverandi gengi. Hann setti hana hinsvegar aftur á markað stuttu seinna. Erfiðlega hefur gengið að selja íbúðina og hefur hún lækkað í verði síðustu árin. 

skjáskot/corcoran.com

Íbúðin er þakíbúð á tveimur hæðum með lyftu. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni þar af ein stór hjónasvíta. Í íbúðinni má einnig finna sjónvarpsherbergi, líkamsræktarherbergi og bókasafn. Á húsinu eru stórar svalir með útsýni yfir stóra eplið. 

Kjarninn greinir frá því að hinn íslenski athafnamaður sé Eyjólfur Gunnarsson. 

skjáskot/corcoran.com
skjáskot/corcoran.com
skjáskot/corcoran.com
skjáskot/corcoran.com
skjáskot/corcoran.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál