Búðu til sætan garð á svölunum

Það er skemmtilegt að koma fyrir plöntum á svölunum.
Það er skemmtilegt að koma fyrir plöntum á svölunum. ljósmynd/Pinterest

Það þarf ekki risa pall og stóran grasblett með blómabeðum til þess að geta notið sólarinnar á því útisvæði sem fylgir húsnæði manns. Það eru til ótal leiðir til þess að gera litlar svalir notalegar. 

Flott er að koma fyrir góðu undirlagi úr við en mottur er líka vinsælar. Svo má koma fyrir útihúsgögnum og skreyta með sessum, púðum og teppum. Það þarf þó að hugsa út í óútreiknanlegu veðráttuna á fróni og því getur verið góð leið að geta geymt sessur í hirslum á svölunum sem jafnframt er hægt að nota sem bekki eða borð. 

Síðast en ekki síst er um að gera að skreyta svalirnar með grænum plöntum, blómum eða jafnvel rækta kál en það er alveg eins hægt að rækta kál yfir sumarið úti á svölum eins og úti í garði. 

Lítil smáatriði geta gert svalirnar notalegar.
Lítil smáatriði geta gert svalirnar notalegar. ljósmynd/Pinterest
Hér er plássið nýtt til hins ýtrasta.
Hér er plássið nýtt til hins ýtrasta. ljósmynd/Pinterest
Plönturnar gera svalirnar vistlegar.
Plönturnar gera svalirnar vistlegar. ljósmynd/Pinterest
Það getur verið gott að nýta hirslur sem bekki þegar …
Það getur verið gott að nýta hirslur sem bekki þegar plássið er lítið. ljósmynd/Pinterest
Luktir eru flottar á svölum.
Luktir eru flottar á svölum. ljósmynd/Pinterest
Það þarf ekki alltaf mikið pláss til þess að gera …
Það þarf ekki alltaf mikið pláss til þess að gera útivistaverurnar notalegar. ljósmynd/Pinterest
Heimatilbúnir legubekkir úr pallettum eru vinsælir.
Heimatilbúnir legubekkir úr pallettum eru vinsælir. ljósmynd/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál