Úlfur og Sara selja draumahúsið

Tónlistarmaðurinn Úlfur Eldjárn og kona hans Sara María Skúladóttir, textílhönnuður og klæðskeri, hafa sett húsið sitt á sölu. Þetta er eitt af fallegu gömlu bárujárnshúsunum í gamla vesturbænum, hús sem var byggt 1904 en endurnýjað og flutt á nýjan grunn árið 1980 - þar sem það stendur nú við Vesturgötu 27B. Þetta er algjört draumahús fyrir þá sem kunna að meta sígilda fegurð og góðan anda. 

Úlfur og Sara gerðu sjálf breytingar á húsinu þegar þau sameinuðu eldhúsið og borðstofuna í eitt stórt rými, en um leið var eldhúsinnréttingin endurnýjuð. Aðalhæðin er björt og falleg með upprunalegum panel á veggjum, góðri lofthæð og fallegum rósettum í loftum. Í risinu eru mjög svo hugguleg svefnherbergi og kjallarinn býður upp á ýmsa möguleika þar sem hann er með fullri lofthæð og sérinngangi. Húsinu fylgir svo ótrúlega fallegur og barnvænn garður sem er sameiginlegur með næsta húsi.

Af fasteignavef mbl.is: Vesturgata 27B

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál